Á döfinni yfirlit

Fyrirlestraröðin Snarl og spjall


Fimmtudaginn 25.janúar verður haldið erindi á vegum Konfúsíusarstofnunar og Kínversk – íslenska menningarfélagsins (KÍM). Kjartan Pétur Sigurðsson mun koma og spjalla um reynslu sína í Shanghai sem tækniáhugamaður, frumkvöðull og fjölskyldumaður. Hann mun auk þess velta fyrir sér ýmsum áhugaverðum menningarmun á milli Kína og Norðurlandana.
Lesa meira

Kínversk menningarvika


Kínverska sendiráðið heldur menningarviku í tilefni af vorhátíð árs drekans með Félagi Kínverja á Íslandi, Íslenska kínverska menningarfélaginu og Íslenska kínverska viðskiptaráðinu. Dagskráin byrjar sunnudaginn 28. janúar með opnu húsi í Sendiráðinu.
Lesa meira

Fyrirlestraröðin Snarl og spjall


Næsta fimmtudag, 15.febrúar, verður haldið erindi á vegum Konfúsíusarstofnunar og Kínversk – íslenska menningarfélagsins (KÍM). Yabei Hu, kínverskukennari og myndasöguteiknari, mun flytja erindi um kínverskt netmál og menningu.
Lesa meira

Fræðsluerindi - David Asplund


Fimmtudaginn 15.febrúar kl.20:00 stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi í gegnum fjarfundarbúnað sem Davið Asplund mun halda. David Asplund er mannfræðingur frá Svíþjóð og var sjálfur ættleiddur frá Ísrael.
Lesa meira

Kínversk nýárshátíð á Háskólatorgi


Í tilefni árs drekans sem gekk í garð um síðustu helgina, býður Konfúsíusarstofnun öllum velkomin á nýárshátíð sem haldin verður á Háskólatorgi í Háskóla Íslands laugardaginn, 17. febrúar. kl. 14:00 - 16:00.
Lesa meira

Aðalfundur 2024 - 20.mars 2024

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartún 20, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 20.mars 2024, kl. 20:00.
Lesa meira

Fjölskyldufjör í fimleikum laugardaginn 6.apríl


Laugardaginn 6.apríl frá klukkan 15:30 – 17:00 verður fjölskyldufjör í fimleikasal Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni Varmá, Mosfellsbæ.
Lesa meira

Svæði