Fréttir

Aðalfundur 26. mars 2015

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar boðar til aðalfundar sem haldinn verður á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, 2.hæð salur F,  fimmtudaginn 26. mars 2015, kl. 20:00.

Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
3. Kjör stjórnar.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Lagabreytingar.
6. Önnur mál.

Um lagabreytingar:
Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði. Engar tillögur um breytingar á samþykktum bárust.

Um stjórnarkjör:

Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna og varamanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.

Vakin er athygli á að framboðsfrestur til stjórnarkjörs er samkvæmt samþykktum félagsins til klukkan 20 þann 12. mars og skal senda framboð til félagsins á netfangið stjorn@isadopt.is


Svæði