Fréttir

Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2023

Miðvikudaginn 20.mars 2024 var haldinn aðalfundur félagsins í húsnæði Framvegis að Borgartúni 20.
Mætt voru af hálfu stjórnar: Berglind Glóð Garðarsdóttir formaður, Gylfi Már Ágústsson, Svandís Sigurðardóttir varaformaður og Örn Haraldsson. Fjarverandi voru: Sigríður Dhammika Haraldsdóttir og Sólveig Diljá Haraldsdóttir.

Mættar af hálfu skrifstofu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvæmdarstjóri og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.
Fundargerð aðalfundar ritaði: Selma Hafsteinsdóttir, fundargerð verður birt eftir að stjórn hefur samþykkt hana.

Dagskrá aðalfundar:  

  1. Fundarstjóri og fundarritari kjörnir
  2. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
  3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar.
  4. Kjör stjórnar
  5. Ákvörðun árgjalds. 
  6. Breytingar á samþykktum félagsins
  7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Tvö stjórnarsæti voru laus til kosningar á aðalfundinum og bárust 2 framboð. Stjórn var því sjálfkjörin að þessu sinni.

Ný stjórn Íslenskrar ættleiðingar er skipuð:
Helga Pálmadóttir
Kristín Ósk Wium
Sigríður Dhammika Haraldsdóttir 
Sólveig Diljá Haraldsdóttir
Svandís Sigurðardóttir 

Við bjóðum nýja stjórnarmenn velkomna og þökkum Berglindi Glóð Garðarsdóttur, Gylfa Má Ágústssyni, Svandísi Sigurðardóttur og Erni Haraldssyni sem fóru úr stjórn.

Fundargerð aðalfundar mun vera birt á heimasíðunni eftir að hún hefur verið samþykkt á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar.

Hægt er að skoða ársskýrslu 2023 hér.

 


Svæði