Fréttir

DV - „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma og enn virðist allt sitja fast“

„Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma og enn virðist allt sitja fast. Rússar eru að endurskoða ættleiðingarlöggjöfina hjá sér og á meðan gerist fátt,“ segir Hörður Svavarsson formaður félagsins Íslensk ættleiðing. Í febrúar töldu menn að það væru að nást samningar við Rússnesk stjórnvöld um ættleiðingarsamband á milli landanna. Lokadrög að samningi um alþjóðlegar ættleiðingar milli Íslands og Rússlands voru send með hraðsendingu til Rússlands og áttu félagið von á svari um hæl en það hefur ekki enn borist.

Að meðaltali hafa verið ættleidd 15 börn hingað til lands á ári. Í fyrra voru 17 börn ættleidd hingað til lands með milligöngu íslenskrar ættleiðingar. Níu drengir og átta stúlkur, flest börnin komu frá Kína. Á þessu ári hefur verið gengið frá ættleiðingu fjögurra barna og það fimmta er á leiðinni. Líkur eru á að ættleiðingar hingað til lands verði færri í ár en undanfarin ári.


Svæði