Fréttir

RÚV - Ættleiðingar frá Eþíópíu leyfðar á ný

Dönsk yfirvöld hafa gefið ættleiðingarsamtökunum DanAdopt leyfi á ný til að sjá um ættleiðingar frá Eþíópíu. Yfirvöld stöðvuðu allar ættleiðingar þeirra frá Eþíópíu í apríl síðastliðnum þegar í ljós kom að foreldrar höfðu verið blekktir eða beittir óeðlilegum þrýstingi til að láta börn sín frá sér.

Danski félagsmálaráðherrann, Karen Hækkerup, segir að einungis ættleiðingar frá höfuðborginni Addis Ababa verði þó leyfðar. Nýjar verklagsreglur hafi verið settar og vel verði fylgst með öllu ættleiðingarferlinu. Nýju reglurnar gera það að verkum að biðtíminn lengist enn frekar hjá yfir sjötíu foreldrum sem bíða þess að ættleiða barn frá Eþíópíu.  

http://www.ruv.is/frett/attleidingar-fra-ethiopiu-leyfdar-a-ny


Svæði