Fréttir

Mbl.is - Viður­kenn­ir til­vist „barna­býla“

Mynd: AFP
Mynd: AFP
Er­lent | mbl | 22.9.2017 | 14:30
 
 

Stjórn­völd á Sri Lanka hafa heitið því að hefja rann­sókn eft­ir að heil­brigðisráðherra lands­ins viður­kenndi að börn hefðu verið tek­in af mæðrum sín­um og seld út­lend­ing­um til ætt­leiðinga á 9. ára­tug síðustu ald­ar.

Heil­brigðisráðherr­ann Rajitha Sen­arat­ne seg­ir að stjórn­völd hygg­ist m.a. setja á fót erfðaefna­banka til að gera börn­um sem ætt­leidd voru til út­landa kleift að leita upp­runa síns, og öf­ugt.

Í viðtali vegna sjón­varpsþátt­ar sem sýnd­ur var í Hollandi á miðviku­dag viður­kenndi ráðherr­ann til­vist svo­kallaðra „barna­býla“ á 9. ára­tugn­um, þar sem börn voru geymd eft­ir að þau voru ým­ist keypt eða þeim stolið af for­eldr­um sín­um. Þau voru í kjöl­farið seld út­lend­ing­um.

Býl­in urðu til þess að ætt­leiðing­ar milli landa voru bannaðar en glæp­a­starf­sem­in komst í fjöl­miðla þegar 20 ný­fædd börn og 22 kon­ur fund­ust við „fang­els­is­lík­ar“ aðstæður í kjöl­far lög­regluaðgerðar árið 1987.

Fram­leiðend­ur fréttaþátt­ar­ins Zembla halda því fram að um­fagns­mik­il föls­un hafi átt sér stað á gögn­um um ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka á þess­um tíma.

Ættleiðingar milli landa voru bannaðar eftir að 20 nýfædd börn ...
Ætt­leiðing­ar milli landa voru bannaðar eft­ir að 20 ný­fædd börn og 22 kon­ur fund­ust við öm­ur­leg­ar aðstæður í aðgerðum lög­reglu árið 1987. AFP

 

Fleiri en 11 þúsund börn voru ætt­leidd er­lend­is frá Sri Lanka á 9. ára­tugn­um. Um 4.000 enduðu í Hollandi en önn­ur fóru til Bret­lands, Svíþjóðar og Þýska­lands, segja þátta­smiðirn­ir.

Ein kona sagði í sam­tali við þátta­gerðarfólkið að henni hefði verið tjáð að barnið henn­ar hefði lát­ist skömmu eft­ir fæðingu á sjúkra­húsi í Matugama en að fjöl­skyldumeðlim­ur hefði séð lækni bera barnið út af spít­al­an­um lif­andi.

Önnur kona greindi frá því að sjúkra­hús­starfsmaður hefði greitt henni fyr­ir að þykj­ast vera móðir barns, sem var síðan af­hent glæpa­mönn­un­um.

Í heim­ild­arþætt­ing­um er því haldið fram að lækn­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar hafi átt milli­göngu um að út­vega er­lend­um ætt­leiðing­ar­stof­um börn. Einn milliliður sagði að kon­ur hefðu jafn­vel verið barnaðar til að mæta eft­ir­spurn að utan.

Ítar­lega frétt um málið má finna hjá Guar­di­an.

Mbl.is - Viður­kenn­ir til­vist „barna­býla“


Svæði