Fréttir

RÚV - ,,Ættleiðing“ ekki það sama og ættleiðing

,,Sonur minn er ekkert líkur mér. Hann er heldur ekkert líkur pabba sínum, né neinum öðrum í fjölskyldunni. Stundum strýkur hann mér hárið og segir: „Við erum með alveg eins hár" en við vitum bæði að það er ekki rétt.

Mitt hár er músargrátt en hans er hrafnsvart. Það vefst ekki fyrir neinum sem sér okkur saman að hann er ættleiddur."

Þetta skrifar Birna Gunnarsdóttir á Fasbókarsíðu sína og vill vekja almenning til umhugsunar um notkun orðsins ,,ættleiðing." Birna sem var gestur Síðdegisútvarpsins segir það færast í vöxt að dýr, hús, garðar og götuhorn séu ,,ættleidd" og það gengisfelli orðið og sé særandi fyrir fjölskyldur ættleiddra barna.

http://www.ruv.is/innlent/attleiding%E2%80%9C-ekki-thad-sama-og-aettleiding


Svæði