Fréttir

Vísir - Bækur og höfundar; Um ættleiðingu eftir Símon Ágústson

Fyrir skömmu kom út bók eftir próf. Símon Jóh. Ágústsson með þessu nafni. Gerir höfundur þar rækilega grein fyrir ættleiðingum frá sálfræðilegu og félagsfræðilegu sjónarmiði. Bókin greinist í 10 kafla, og auk þess eru í viðbæti prentuð ýmis lög, reglugerðir og samþykktir um ættleiðingar.
  Í fyrsta kaflanum er skýrt frá niðurstöðum á rannsókn, sem gerð hefur verið á íslenzkum ættleiðingum. Þar er tekin athugun Ármanns prófessors Snævars á ættleiðingarleyfum frá 1952-1958, alls 500 ættleiðingarleyfi. Prófessor Símon hefur síðan haldið þessari rannsókn áfram og athugað 388 ættleiðingarleyfi frá 1959-1962. Nær athugun þeirra beggja yfir rúman helming allra þeirra ættleiðingarleyfa, sem veitt hafa verið „síðan stjórnvaldið fluttist inn í landið".
  Ekki er ástæða til að rekja tölulegar niðurstöður þeirra prófessoranna, en þær leiða að sjálf sögðu ýmislegt athyglisvert í ljós. Tvennt fýsir mig að minnast á í sambandi við þennan kafla, þar sem það varðar mjög framtíðarskipulag ættleiðinga:
1) Greinilega má sjá af frásögn höfundar, hversu skýrslugerð dómsmálaráðuneytisins um ættleiðingar hlýtur að vera ábótavant.
Sem dæmi um þetta má taka fáeinar setningar: „í 25 tilvikum eða í 29,4% varð ekki ráðið af gögnum með vissu, hverjar ástæður lágu til þess, að skilgetnu barni var ráðstafað til ættleiðingar" Loks varð ekki alltaf séð hvort það foreldri, sem samþykkti ættleiðingarbeiðnina var skilið eða maki þess látinn" mun því ekki ávallt að treysta, að skyldleika kjörforeldra við barnið sé getið í umsókninni" „ . . . í 3 tilvikum varð ekki ráðið af gögnum hvort hún (mððirin) var. skilin eða ekkja" . . . „Ekki varð ráðið af gögnum' til neinnar hlítar, hverjir kjörforeldrar áttu börn fyrir og hverjir ekki". . . . „Ekki varð heldur ráðið . . . á hvaða aldri ættleiðendur eru, þegar þeir taka kjörbarn". — Rannsóknin gefur heldur engar upplýsingar um atvinnu eða heimilisástæður kjörforeldra. Getur það varla stafað af öðru en því, að ekki hafa verið til gögn. Má af þessu draga þá ályktun, að full þörf sé á að vanda betur alla skýrslugerð um ættleiðingar. Munu allir sem til þekkja vera sammála um, að það sé mjög veigamikið atriði.
2) Ein spurning sækir mjög fast á hugann við lestur þessa kafla: „Hvernig hafa þessar ættleiðingar heppnazt?" Höfundur gerir
enga tilraun til þess að svara þeirri spurningu. Er vissulega ekki hægt að áfellast hann fyrir það, því að til þess þarf sérstaka
rannsókn, sem hann hefur ekki haft aðstæður til að gera. En ég vil eindregið taka undir orð höfundar: „Hin mesta þörf væri á
félagsfræðilegum og uppeldisfræðilegum rannsóknum á miklu víðara sviði. Gera þarf samanburðarathugun á þroska kjörbarna
og barna, sem alast upp með föður sínum og móður. Leita þarf orsaka þess, að ættleiðingar heppnast stundum miður vel o. fl." Sú litla reynsla, sem ég hef af þessum málum styður þessa skoðun. Aðeins vildi ég bæta því við, að nauðsynlegt og tfmabært er, að dómsmálaráðuneytið fái sem fyrst hæfa menn til að rannsaka þessi mál rækilega og noti sfðan
niðurstöður þeirrar rannsóknar til þess að koma ættleiðingarmálum í betra horf.
Meginhluti ritsins — eða 9 kaflar þess — fjallar um ættleiðingar almennt. Er það mjög yfirgripsmikil og gagnger athugun eins og sjá má af kaflaheitum og nokkrum undirfyrirsögnum: Ættleiðing og fóstur. Móðir barnsins. Á hún að ala það upp sjálf eða láta það til ættleiðingar? Kjörforeldrarnir. Af hvaða hvötum og ástæðum vilja kjörforeldrarnir taka kjörbarn? Hvers konar barn vilja kjörforeldrarnir helzt? Þegar barn fæðist kjörforeldrum eftir að þeir hafa ættleitt barn. Ófrjósemi, sem valdið hefur sálrænum trufl
unum. Aldur kjörforeldra. Kjör barnið. Kynforeldrar barnsins og ætt. Rannsókn á barninu. Uppeldisferill barnsins. Börn, sem orðið hafa fyrir hrakningi og áföllum. Á barnið að vita að það sé kjörbarn? Hvenær á ættleiðing að fara fram? Ættleiðing fatlaðra og vanheilla barna. 
  Öllum þessum atriðum gerirchöfundur hin beztu skil. Er sjáanlegt, að hann hefur mjögcmikla reynslu af þessum málumcog er auk þess vel heima í kenningum erlendra fræðimanna. Hann sýnir vel, hversu margs þarf að gæta, ef ættleiðing á að farast vel úr hendi. Og tillögur hans til til bóta (sérfræðileg ættleiðingarmiðlun) eru það vel rökstuddar, að óhjákvæmilegt er að viðkomandi aðilar taki þær til greina.

Í heild er þetta eitt hið ágætasta sálfræðirit, sem birzt hefur á íslenzku um langt skeið. Það er fræðilega rétt og nákvæmt, en engu að síður skrifað á ljósu og yfirlætislausu máli. Bókin ætti að verða skyldulestur fyrir stóran hóp manna: alla þá, sem afskipti þurfa að hafa af ættleiðingum og fóstri barna, auk margra annarra (kennara, presta, lækna, fóstra og gæzlufólks).

Hvergi rakst ég á neina galla, er verulegu máli skipta, en gera má athugasemd við tvö aukaatriði.

Á bls. 128 ræðir höfundur forsagnargildi smábarnaprófa og telur það mjög lítið. „Fylgnin milli þroska 9 mánaða barns og 4 ára barns t.d. virðist vera nær engin og ekki er unnt að ráða af þroskaprófum til 18 mán aða aldurs um námshæfileika barna í skóla". Hér virðist höfundur taka full djúpt í árinni, enda þótt alltaf sé varúðar þörf.

Nýjasti samanburður, sem ég hef séð, er á fylgni Cattell-prófs við Terman-Merrillpróf á 3ja ára börnum. Þar er fylgnjn milli 12
mánaða barns (Cattell) og 3ja ára (Terman-Merrill) 0,56, — 18 mánaða og 3ja ára 0,67. Virðast þessar niðurstöður gefa til
kynna ,að forsagnargildi Cattellprófsins sé allgott, þegar barnið, sem er prófað, er orðið ársgamalt.

Höfundur notar orðið ármaður, sem þýðingu á social worker. Nú hafa „cocial workers" þeir sem hérlendis starfa tekið sér starfsheitið félagsráðgjafar og verður það því að skoðast sem hinn rétti titill þeirra. Allur er frágangur bókarinnar hinn vandaðasti og prófarkir hafa verið vel lesnar, því að prentvillur eru sárafáar.
Sigurjón Björnsson.

Vísir - Bækur og höfundar; Um ættleiðingu eftir Símon Ágústson


Svæði