Fréttir

Ættleiðingarstyrkir

Eins og áður hefur komið fram, var samþykkt á Alþingi þann 9.desember sl. að ríkið skyldi greiða ættleiðingastyrki að upphæð 480.000.- til kjörforeldra þegar erlend ættleiðing hefur verið staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi hefur verið gefið út hér í samræmi við ákvæði laga um ættleiðingar.

Þó þarf að sækja um ekki seinna en innan sex mánaða frá því erlend ættleiðing er staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi hefur verið gefið út hér í samræmi við lög um ættleiðingar.  Réttur til ættleiðingarstyrks fellur niður að þessum tíma liðnum.

Nú þegar hafa fyrstu umsækjendur fengið greiddan styrk, en einungis þeir sem fengu ættleiðingu barns staðfesta eftir áramót 2006-2007 eiga rétt á þessum styrk.
 
Fyrir frekari upplýsingar vísum við á þessa slóð: www.vinnumalastofnun.is/aettleidingarstyrkir 

Svæði