Fréttir

Börn sem bíða eftir fjölskyldum

ÍÆ leitar að fjölskyldum fyrir börn með skilgreindar sérþarfir.

Trúnaðarlæknir ÍÆ, Gestur Pálsson hefur yfirfarið upplýsingarnar um börnin og hefur gefið grænt ljós á þau öll. Um er að ræða börn með vandamál sem sum hver gætu talist smávægileg.

Inni á lokaða félagasvæðinu er hægt að finna nánari upplýsingar um börnin og ættleiðingarferli barna með skilgreinda sérþörf sem er að mörgu leiti ólíkt hefðbundu ferli ættleiðinga barna frá Kína.

Athugið að félagið hefur takmarkaðan tíma til að finna fjölskyldur fyrir börnin og að honum loknum þarf að endursenda upplýsingarnar til CCAA fyrir þau börn sem ekki hafa fundist fjölskyldur fyrir.

Þeir sem ekki enn hafa fengið lykilorð inn á lokaða svæðið geta sótt um það til skrifstofu félagsins með því að senda tölvupóst á isadopt@isadopt.is.


Svæði