Fréttir

Danskir sjónvarpsþættir á netinu

Danska sjónvarpið gerði fyrir fáeinum árum þáttaröð um ættleiðingar sem er fróðleg og skemmtileg. Þættirnir heita Når storken svigter og fjalla um nokkur hjón í ætttleiðingarferli, sýnt er þegar þau fá upplýsingar um barn, frá ferð til Indlands og Suður-Afríku til að sækja barn, ein fjölskyldan á son frá Kólumbíu og er að undirbúa ættleiðingu annars barns þegar konan verðu óvænt ófrísk og aðrir umsækjendur fá synjun við umsókn. Þetta eru fimm þættir en til stendur að gera viðbót sem segir frá sömu fjölskyldum núna.
Þeir sem sjá norrænar sjónvarpsstöðvar geta séð þættina í sænska sjónvarpinu þar sem verið er að sýna þá einmitt þessa dagana.
Hægt er að sjá þættina á netinu ef fólk notar slóðina sem hér fylgir, það þarf að afrita hana.

http://www.dr.dk/dokument/Storken/index.shtm


Svæði