Fréttir

Fundur með kínverskum sendikennara á Akureyri

Þann 14. maí síðastliðinn var foreldrum og væntanlegum foreldrum barna frá Kína  búsettum á norðurlandi boðið að koma á fund með Ruan Yongmei sendikennara við Háskólann á Akureyri/Asíuver og kynnast þjóð, menningu og tungumáli í Kína.

Fundurinn með Ruan Yongmei, kínverska sendikennaranum var mjög skemmtilegur og var vel mætt á fundinn og voru þar bæði væntanlegir foreldrar og foreldrar með börn sín ættleidd frá Kína.  

Yongmei talaði m.a. um tungumálið, smá um Kína almennt, sagði frá sérstökum hátíðum og siðum tengdum þeim, mánuðunum og tímatalinu.  Þá gat fólk komið með spurningar og helst var spurt um orð og þess háttar. Hún var mjög glöð yfir góðri mætingu. 
 
Því miður er Ruan Yongmei farin af landi brott til að sinna sínu gamla starfi við háskólann sinn (Nigboháskóla) þar sem hún hefur um árabil starfað í Kína við kennslu í kínversku handa útlendingum og gegnir þar stöðu dósents.


Svæði