Fréttir

Fundur um gjaldskrá á fimmtudag

Boðið er til umræðufundar um endurskoðun á gjaldskrá félagsins fimmtudaginn 27. janúar klukkan 17:15. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og er haldinn í samræmi við ákvörðun stjórnar félagsins frá 13. desember og tilkynningu í fréttariti félagsins þann 19. desember. Fundurinn verður í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar að Austurveri við Háaleitisbraut.

Í Fréttariti Í.Æ. í desember var eftirfarandi frétt undir fyrirsögninni
Gjaldskrá endurmótuð, hækkun ekki ráðgerð:

Vinnuhópur undir forystu varaformanns og gjaldkera Í.Æ. hefur unnið að endurskoðun á gjaldskrá félagsins.

Markmiðið með vinnu hópsins er að einfalda gjaldskrána og gera hana aðgengilegri. Drög að tillögum um nýja gjaldskrá voru lögð fram á stjórnarfundi þann 30. nóvember.


Í tillögunum felast engar hækkanir. Gjöldin verða áfram þrjú og heildarupphæð gjalda sú sama en upphæðir einstakra gjalda breytast. Lögð er áhersla á að skýrt verði hvaða þjónustu greitt er fyrir með hverju gjaldi og getið verði um hvaða kostnað þurfi hugsanlega að greiða í stökum tilvikum, kostnað sem fer eftir eðli umsókna og aðstæðum hverju sinni.


Á fundi þann 13. desember var ákveðið að vinna að gjaldskrárbreytingu í samræmi við hugmyndir starfshópsins eftir samráð við félagsmenn. Í janúar verða hugmyndir að nýrri gjaldskrá kynntar á félagsfundi og afrekstur þess fundar verður kynntur í netmiðlum félagsins. Eftir hæfilegan umþóttunartíma, sem gefinn verður svo koma megi á framfæri athugasemdum og ábendingum, mun stjórn félagsins funda aftur um gjaldskrárbreytingar.


Svæði