Fréttir

Heimsókn indverska sendiherrans til Íslands

Þann 15. mars kom indverski sendiherrann, Mr. Mahesh Sachdev,  sem hefur aðsetur í Osló, til Íslands.  Óskaði hann sérstaklega eftir að hitta einhver úr stórum hópi barna sem ættleidd hafa verið frá Indlandi til íslenskra foreldra. 

Var nokkrum fjölskyldum með börn á ýmsum aldri hóað saman með stuttum fyrirvara og voru í hópnum t.d. fyrstu börnin sem komu frá Kolkata fyrir 18 árum og svo börn á ýmsum aldri sem komu prúðbúin með foreldrum sínum á fund sendiherrans.  Mr Sachdev færði félaginu nokkrar bækur í bókasafn þess og einnig kom hann með ekta indverskt sælgæti sem hann bauð börnunum að smakka. Sendiherrann hélt stutta ræðu og sagði m.a. frá því að þennan dag væri vorhátíð sem nefnist Holi á Indlandi og þá væru mikið fjör hjá indverskum börnum.  Eitt af því sem þá er gert er að fara með vatnsbyssur út á götur og sprauta á alla nálæga og einnig er mjög vinsælt að kasta litadufti yfir aðra.  Margir vegfarendur verða sérlega litríkir þenna dag. 

Sjá skemmtilegar myndir af Holi hátíðinn á slóðinni 
 
 

Svæði