Fréttir

Heimsókn til landsamtaka foreldra

Framkvæmdastjóri félagsins fór í heimsókn til landsamtaka foreldra, Heimili og skóli. Markmiðið með heimsókninni var að ræða um ættleiðingarmálaflokkinn og þær áskoranir sem ættleidd börn og foreldrar þeirra geta lent í.

Heimili og skóli veita ráðgjöf og stuðning til foreldra og foreldrasamtaka um allt land, ásamt því að gefa út fjölbreytt fræðsluefni til stuðnings við foreldra. Samtökin reka einnit SAFT netöryggisverkefnið, vakningarátak um örugga og jákvæða tækja- og miðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi.

Samtökin óskuðu eftir því að Íslensk ættleiðing gerði kynningu á ættleiðingarmálaflokknum og helstu áskorunum sem því fylgja. Félagið getur líka sent inn greinar til að birta í fræðsluefni á heimasíðu Heimili og skóli. 

Hægt er að skoða efni frá samtökunum á heimasíðu þeirra, https://www.heimiliogskoli.is/.


Svæði