Fréttir

Í leit að uppruna

Þriðjudaginn 29. maí munu félagar Íslenskrar ættleiðingar fá tækifæri til að horfa saman á heimildarmyndina Ingen Svensson Längre en í henni er sögð saga Emilio Cuesta sem ættleiddur var frá Kólumbíu til Svíþjóðar og leit hans að uppruna sínum.

Í lok myndarinnar gefst kostur á að spjalla um upprunaleit og hvernig Íslensk ættleiðing getur stutt við félagsmenn sína. Umræðunum stýra Árni Sigurgeirsson og Vigdís Ósk Sveinsdóttir, sem bæði eru í stjórn félagsins. Þau eru bæði ættleidd frá Indónesíu

Sýningin hefst kl. 20:00 í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg.

Hér er hægt að nálgast auglýsingu fyrir fræðsluna.


Svæði