Fréttir

Kína - breyttar reglur varðandi umsóknir

Við vorum að fá upplýsingar um breytingu á reglum í Kína varðandi aldur þeirra barna sem umsækjendur óska eftir að ættleiða. Nú óskar CCAA eftir að allar umsóknir séu um ættleiðingu barns 0-24 mánaða, en alls ekki upp að 12 eða 18 mánaða aldri.

Þetta mun vera gert til að auðvelda CCAA að velja saman fjölskyldur og barn, þá þarf ekki að taka tillit til séróska sumra umsækjenda. CCAA gengur svo langt að lýsa því yfir að erlend ættleiðingarfélög eigi ekki að senda til Kína umsóknir fólks sem ekki sættir sig við þetta. Þessi nýja regla gildir fyrir umsóknir sem sendar eru frá 1 janúar í ár. Ekki er talið að þetta verði til að breyta aldri barna sem verða ættleidd, þau verða áfram á aldrinum 10 - 18 mánaða, oftast. Af öllum 84 börnunum sem ættleidd hafa verið til Íslands hefur ekkert verið orðið tveggja ára og einungis örfá eldri en 18 mánaða við heimkomu.


Svæði