Fréttir

Mbl.is - Fann tví­bura­syst­ur sína á Youtu­be

Ana­is Bordier og Sam­an­tha Fu­term­an CNN
Ana­is Bordier og Sam­an­tha Fu­term­an CNN

Líf tví­bur­ana Ana­is Bordier og Sam­an­tha Fu­term­an tók held­ur bet­ur óvænt­an snún­ing fyr­ir um það bil ári þegar vin­ur Bordier, sem er upp­al­in í Frakklandi, sendi henni skjá­skot af mynd­bandi af Youtu­be, þar sem tví­bura­syst­ir henn­ar, Fu­term­an, kom fyr­ir.   

„Ég velti fyr­ir mér hver hefði sett mynd­band af mér á Youtu­be,“ seg­ir Bordier við blaðamann CNN og hlær. Þegar hún kom heim til sín horfði hún aft­ur á mynd­bandið og áttaði sig á því að þetta væri ekki hún held­ur stelpa sem leit ná­kvæm­lega eins út og bjó í Banda­ríkj­un­um.

Bordier lagðist í rann­sókn­ar­vinnu og komst að því hvaða kona væri í mynd­band­inu. Hún fann út að þær áttu af­mæli sama dag og voru báðar ætt­leidd­ar frá sömu borg í Suður-Kór­eu. Bordier ákvað í kjöl­farið að senda Fu­term­an skila­boð á Face­book.

Fu­term­an, sem ólst upp í New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um, sagði að það hafi verið skrýtið að fá póst frá sjálfri sér á Face­book og dró hún það að svara skila­boðunum í nokkra daga en hugsaði svo með sér að þetta gæti verið satt.

Teng­ing­in mjög sterk

Bordier seg­ir að sem einka­barn hafi það verið magnað að kom­ast að því að hún ætti syst­ur. Hvað þá að vera tví­buri þar sem tví­bur­ar eiga svo ótrú­lega margt sam­eig­in­legt. „Það er mjög sterk teng­ing á milli tví­bura sem er í raun ekki hægt að út­skýra. Við skilj­um hvora aðra án þess að þurfa að tala,” sagði Bordier.

Þær segja að for­eldr­ar þeirra beggja séu hæst­ánægðir með frétt­irn­ar, þó svo að þeir hafi verið í upp­námi fyrst, þar sem for­eldr­arn­ir vissu ekki að stelp­urn­ar væru tví­bur­ar þar sem það kom hvergi fram á papp­ír­um við ætt­leiðingu.

„Mamma sagði að hún hefði ætt­leitt okk­ur báðar ef hún hefði vitað af því að það væri verið að slíta okk­ur í sund­ur,“ seg­ir Fu­term­an.

Syst­urn­ar hafa reynt að hafa sam­band við líf­fræðilegu móður sína en segja að hún hafi ekki áhuga á að end­ur­nýja sam­band sitt við þær. „Ef við lærðum eitt­hvað af þessu, þá er það að all­ir hlut­ir ger­ast eins og þeir eiga að ger­ast,“ seg­ir Fu­term­an.

„Og ef hún vill hafa sam­band við okk­ur einn dag­inn, þá erum við hér, við erum til í það og við erum til­bún­ar.“


Svæði