Fréttir

Mörg ný börn

Árið 2005 byrjar vel hjá Íslenskri ættleiðingu.

Mörg börn eru komin heim og fleiri væntanleg á næstu mánuðum frá Kína, Indlandi og Kólumbíu.

Þann 3. mars komu heim 10 yndislegar stúlkur á aldrinum 1 - 2 ára frá Kína, ferðin gekk vel.

Þann 18. mars kom lítil dama heim frá Kolkata og var hún samferða Lísu og Guðrúnu. Litla Fanney Rún var frábær ferðafélagi sem stóð sig vel á heimleið.

Næsti hópur undirbýr nú ferð til Kína og og vonumst við til að 9 litlar stelpur komi heim um miðjan maí.

Ein lítil stúlka bíður þess að vera sótt til Kólumbíu, vonandi kemst hún heim fyrir lok maí.

Loks er myndarlegur lítill strákur í Kolkata sem von er á heim í sumar, mál hans er í gangi í dómskerfinu og ekki ennþá vitað hvenær má sækja hann en foreldrar hans bíða í eftirvæntingu eftir nánari fréttum.


Svæði