Fréttir

Morgunverðarfundur um ættleiðingar á Íslandi 16. mars

Innanríkisráðuneytið boðar til opins morgunverðarfundar um ættleiðingar á Íslandi miðvikudaginn 16. mars næstkomandi frá klukkan 8:15 til 9:40. Á fundinum verður nýleg skýrsla um löggjöf varðandi ættleiðingar og framkvæmd hennar kynnt og efnt til umræðu um skýrsluna og málaflokkinn í heild sinni. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Fundurinn fer fram í Iðnó og stendur frá 8:15-10:00. Hægt verður að kaupa morgunverð á staðnum fyrir 650 krónur.

Dagskrá

* 8.15 Morgunverður framreiddur

* 8.30 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ávarpar fundinn

* 8.40 Hrefna Friðriksdóttir, höfundur skýrslu um ættleiðingar á Íslandi:
Staða og framkvæmd ættleiðinga - er breytinga þörf?

* 9.05 Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar:
Í upphafi var orðið. Í tilefni af skýrslu um ættleiðingarlöggjöfina og framkvæmd ættleiðingarmála á Íslandi

* 9.25 Snjólaug Elín Sigurðardóttir, MA-nemi og kjörforeldri:
Fjölskyldur ættleiddra barna af erlendum uppruna – fræðsla og stuðningur

* 9.40 Umræður

Auglýsing Innanríkisráðuneytis.


Svæði