Fréttir

NAC ráðstefna

Samstarf ættleiðingafélaga á Norðurlöndum er mikið og hafa þau unnið undir merkjum Nordic Adoption Council (NAC) í fjölmörg ár. Aðalfundur NAC er haldinn annað hvert ár og er hefð fyrir að vera með opna fræðsludaga í tengslum við aðalfundinn. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn Í Helsinki í Finnlandi daganna 28.-29. september. Í brennidepli á ráðstefnunni verða samfélagsmiðlar og hlutverk þeirra í tengslum við ættleiðingar. 

Á ráðstefnunni munu helstu sérfræðingar Finnlands deila af þekkingu sinni, en einnig mun sérfræðingar frá International Social Services og stofnun Haagsamningsins verða með erindi. 

Skráning á ráðstefnuna er hér 

Fulltrúi Íslenskrar ættleiðingar í stjórn NAC er Elísabet Hrund Salvarsdóttir, formaður ÍÆ og varamaður hennar er Ari Þór Guðmannsson.


Svæði