Fréttir

Ný stjórn kjörin

Nú er aðalfundur afstaðinn og tókst ágætlega.  Mæting var framar öllum vonum, tæplega 100 félagsmenn mættu á fundinn.

Fjögur sæti í stjórn voru laus og  9 manns gáfu kost á sér.  Til starfa í stjórn voru kosin þau Ingibjörg Birgisdóttir, Karl Steinar Valsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir og Pálmi Finnbogason.  Auk þeirra sitja í stjórn Ingibjörg Jónsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir og Lísa Yoder.

 

Þessa góðu fundarsókn má að hluta þakka áhuga félagsmanna á fyrirlestri Brynju Muditha Dan Gunnarsdóttur og Sólveigar Kanthi Engilbertsdóttur sem ættleiddar voru frá SRI LANKA fyrir um 21 ári.  Þær gáfu okkur foreldrum og umsækjendum góð ráð um hvernig á að ræða ættleiðingu við kjörbörnin, hverju við eigum að muna eftir og hvað má alls ekki
gera .  Þær voru bæði skemmtilegar og höfðu margar mjög áhugaverðar hugmyndir.  Var fyrirlestri þeirra sérstaklega vel tekið.


Svæði