Fréttir

Ráðstefna EurAdopt í Cambridge

Ráðstefna EurAdopt var haldin í Cambridge, Englandi, dagana 17.-18.apríl. Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar fór á ráðstefnuna en fjallað var um kynslóðaáhrif ættleiðingar - The Generational Impact of Adoption.

Fyrri daginn voru fyrirlestrar um fjölskyldu í ættleiðingum - Families in Adoption en síðari daginn voru fyrirlestrar um reynslu ættleiddra -The Experiences of Adoptees og að læra af reynslunni - Learning from Experience.

19.apríl var svo haldin aðalfundur EurAdopt en Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar var fulltrúi Íslands þar.


Svæði