Fréttir

Reykjavíkurmaraþon

Trausti og Lovísa í lok hlaups 2015
Trausti og Lovísa í lok hlaups 2015

Á morgun munu þúsundir hlaupara þjóta um göturnar  í 33. Reykjavíkurmaraþoninu.
Að þessu sinni eru 13 hlauparar sem hlaupa til styrktar Íslenskrar ættleiðingar. Þessir hlauparar ætla að hlaupa samtals 138 kílómetra en með þeim hefur hlaupasveit félagsins hlaupið samtals 1208 kílómetra. Nú hafa safnast 225.000 krónur sem munu fara í uppbyggingu á barna- og unglingastarfi hjá félaginu.
Artur Jarmoszko, Dagbjört Eiríksdóttir, Ester Ýr Jónsdóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Sigurbjörg Harðardóttir, Sindri Snær Hjaltason eru að hlaupa sitt fyrsta hlaup fyrir félagið.
Guðrún Johnson, Júlíus Már Þorkelsson, Korinna Bauer, Lovísa Lín Traustadóttir og Viðar Másson eru að hlaupa sitt annað hlaup fyrir félagið.
Hans Orri Straumland og Trausti Ægisson eru að hlaupa sitt fimmta hlaup fyrir félagið!

Hlaupararnir verða vel merktir og eru ýmist að hlaup 10 kílómetra eða hálft maraþon. Við hvetjum ykkur til að hvetja hlauparana okkar vel á hlaupunum á morgun og halda áfram að heita á þá…


Svæði