Fréttir

Reykjavíkurmaraþon

Það var í glampandi sumarsól sem hlauparar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka héldu af stað til að efla sál sína og sinni. Íslensk ættleiðing hefur verið eitt af þeim félögum sem keppendum býðst að hlaupa fyrir með því að fá æsta aðdáendur til að heita á þá. Að þessu sinni voru það 13 hlauparar sem samtals lögðu að baki 138 kílómetra og söfnuðu 300.000 krónum.

Hlauparar félagsins voru áberandi þar sem þeir geistust áfram í glæsilegum bolum merktum félaginu. Sumir voru að hlaupa sitt fyrsta hlaup fyrir félagið en aðrir að hlaupa aftur. 

Ester Ýr Jónsdóttir var að hlaupa sitt fyrsta hlaup og safnaði hún mest fyrir félagið að þessu sinni.  Ester Ýr setti sér markmið að safna 50.000 krónum, en því takmarki náði hún fljótt. Hún hækkaði því markmiðið uppí 100.000 og náði því og gott betur! Ester Ýr og Sigþór maðurinn hennar ættleiddu dreng frá Tékklandi í fyrra og var það síðasta barnið sem kom heim á því ári. Fjölskyldan er ákaflega þakklát því góða starfi sem félagið vinnur og vildi Ester Ýr leggja sitt af mörkum til að styðja við starfið.

Trausti Ægisson og Hans Orri Straumland voru báðir að hlaupa sitt fimmta hlaup fyrir félagið, en þeir hafa verið fastagestir frá árinu 2012. Trausti hljóp að þessu sinni með Lovísu Lín dóttur sinni, en hún safnaði mest allra á síðasta ári.

Hetjur Íslenskrar ættleiðingar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka árið 2016 eru:
Artur Jarmoszko
Dagbjört Eiríksdóttir
Ester Ýr Jónsdóttir
Guðlaug Sveinsdóttir
Guðrún Johnson
Hans Orri Straumland
Júlíus Már Þorkelsson
Korinna Bauer
Lovísa Lín Traustadóttir
Sigurbjörg Harðardóttir
Sindri Snær Hjaltason
Trausti Ægisson
Viðar Másson




Svæði