Fréttir

Sri Lanka

Á árunum 1984 til 1986 voru ættleidd 84 börn frá Sri Lanka til Íslands. Yfirvöld á Sri Lanka hafa nýverið greint frá því að grunur sé um að á níunda áratugnum hafi mörg börn verið ættleidd frá landinu á ólöglegan hátt. Ráðherra ættleiðingarmála þar hefur nú lýst því yfir að þessar ættleiðingar verði rannsakaðar og að leitað verði leiða til að aðstoða þá sem ættleiddir voru svo að þeir hafi möguleika á að finna líffræðilega foreldra sína.

Þeir sem ættleiddir voru frá Sri Lanka til Íslands og foreldrum þeirra býðst ráðgjöf Íslenskrar ættleiðingar. Hægt er að panta viðtal á heimasíðu félagsins.


Svæði