Fréttir

Takmarkanir í Tælandi

Ættleiðingaryfirvöld í Tælandi, DSDW, hafa sent ættleiðingarfélögum í samstarfsríkjum sínum tilkynningu um að ekki verði tekið við fleirri umsóknum um ættleiðingar á þessu ári. Þessi tilkynning er í samræmi við þær upplýsingar sem framkvæmdastjóri Í.Æ. fékk á fundi sínum með DSDW fyrir skömmu.

Á fundinum kom einnig fram að það er skilningur DSDW að samningur milli Íslands og Tælands um ættleiðingar sé ekki til staðar, þrátt fyrir að Íslensk ættleiðing hafi haft íslenska löggildingu til millingöngu um ættleiðingar frá Tælandi um langt ára bil. Í kjölfar fundarins óskaði Í.Æ. eftir því við íslensk stjórnvöld að unnið verði að gerð samstarfssamnings milli landanna.

Í kjölfarið á tilkynningu DSDW til ættleiðingarfélaga má gera ráð fyrir að ættleiðingum frá Tælandi fari fækkandi. Vonir okkar um að gerður verði samstafrssamningur milli landanna eru því fremur daufar.

Sjá eldri fréttir Í.Æ. um Tæland hér og hér.


Svæði