Fréttir

Umsögn um drög að reglugerð

Dómsmálaráðherra hefur sent Íslenskri ættleiðingu til umsagnar drög að nýrri reglugerð um ættleiðingar. Stjórn félagsins hefur tekið saman umsögn og hafði við gerð hennar eins víðtækt samráð við félagsmenn og mögulegt var á þeim tíma sem ráðuneytið gaf félaginu til verksins.

Helstu breytingar sem lagðar eru til í drögunum er nokkuð rýmra ákvæði um aldurshámark verðandi kjörforeldra, sýslumanni verður mögulegt í undantekningartilfellum að veita forsamþykki þó umsækjendur hafi ekki sótt námskeið til undirbúnings og í sérstökum undantekningartilfellum verði fólki gert kleift að ættleiða barn án milligöngu ættleiðingarfélags.

Umsögn Í.Æ. um reglugerðardrögin var skilað til ráðherra þann 10. september og verða þau birt á þeim hluta vefjarins sem læstur er öðrum en félagsmönnum á næstu dögum.


Svæði