Fréttir

UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ FYRIR UMSÆKJENDUR

Ný undirbúningsnámskeið fyrir umsækjendur fóru af stað nú í haust. Námskeiðin eru með nokkuð öðru sniði en verið hefur, þau eru haldin í tveimur hlutum, fyrri hluti byrjar kl 17 á föstudegi og lýkur um kl 17-18 næsta dag. Seinni hlutinn er síðan um mánuði seinna og í það skiptið laugardagur frá kl 8.30 - kl 17 - 18.

Námskeiðin verða haldin á Hótel Glym í Hvalfirði, sem var valið sérstakleg með það í huga að vera í vinalegu umhverfi fjarri öllum skarkala, heimasíðan þeirra er hér.

Næsta undirbúningsnámskeið verður 6.-7. janúar og seinni hluti þess 4. febrúar 2006. Það er fullbókað.

Námskeið verður 3.-4. mars og 22. apríl 2006

Síðasta námskeið fyrir sumarleyfi verður 19.-20. maí og 10. júní. 2006

Námskeiðsgjald er kr. 30.000 fyrir hjón. Hjón sækja námskeiðið saman og mæta í bæði skiptin.

Innifalið í því er námskeiðið og:
Kvöldverður fyrsta kvöldið og gisting.
Morgunverðarhlaðborð, hádegisverðarhlaðborð og kaffiveitingar seinni daginn.
Á laugardeginum sem er seinni hluti námskeiðsins er byrjað á sameiginlegu morgunverðarhlaðborði,
hádegisverðarhlaðborð og kaffiveitingar þann dag.
Á hótel Glym er fínir heitir pottar úti (munið sundföt) og ágætar gönguleiðir í fallegri náttúru.

Umsækjendur eru hvattir til að skrá sig tímanlega á námskeið, enda er þátttaka í námskeiði hluti af undirbúningi fyrir ættleiðingu og er forsenda þess að þeir sem eru að ættleiða erlendis í fyrsta sinn fái forsamþykki hjá dómsmálaráðuneyti.

 

Svæði