Fréttir

Aðalfundur 17.01.1981

Aðalfundur haldinn að Hótel Loftleiðum 17.1.'81 kl. 14:00

Gylfi Már Guðjónsson setti fundinn. Hann þakkaið samstarf á liðnu ári og tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn félagsins. Hann flutti síðan skýrslu sína og stjórnar.

Fundarstjóri var Vésteinn Ólason.

1. Skýrsla formanns:
Saga félagsins rakin í megindráttum frá stofnun Ísland-Kórea í jan '78 og árangurslausum tilraunum þess félags til að koma á ný tengslum við Kóreu vegna áframhaldandi ættleiðinga þaðan til Íslands. Það reyndist ókleyft þrátt fyrir mikla vinnu og eru menn í dag svartsýnir á að um fleiri ættleiðingar verði að ræða frá Kóreu til Íslands. Farið var því að kann með sambönd við önnur lönd.
Árangur var lítill þar til komist var í samband við Hollis-Ausel Henry í Kaupmannahöfn sem kvaðst í aðstöðu til að útvega börn frá nokkrum löndum og vera reiðubúinn til samstarfs við okkur. 
Upp úr þessu eða í apríl 1979 var síðan stofnað nýtt félag sem hlaut nafnið Íslensk ættleiðing. 
Ákveðið var í upphafi og síðan staðfest á aðalfundi og félögin störfuðu samhliða sem ein heild með sömu stjórn og sameiginlega fjárhag.
Það sem helst hefur markað starf stjórnar á síðasta starfsári eru tengslin við Hollis í Kaupmannahöfn, fundur hans og fulltrúa félagsins með Harold Johnson í Amsterdam og í framhaldi af þeeu frágangur á umsóknum 8 hjóna um börn til ættleiðingar frá Mauritiu. Á fundi þessum í Amsterdam var Harold Johnson bjartsýnn á að ættleiðingar kæmust á frá Mauritíu til Íslands og að þetta ætti að geta gengið á komandi árum. Sem fyrr segir hafa 8 jjón þegar sent umsóknir og allmargir fengið umsóknareyðublöð til útfyllingar. Vonast er til að fyrstu börnin komi til landsins í apríl næstkomandi.
Sem fyrr segir eru menn svartsýnir á áframhaldand á ættleiðingum frá Kóreu. Ræðismanni Íslands í Seoul var skrifað og hann beðinn liðsinnis ern hann komst að því að engar ættleiðingar eru nú leyfðar til útlanda en bjóst við að ef þráðurinn yrði tekinn upp að hæyju stæðu Íslendingar væntanlega við sama borð og aðrir í þessum efnum. Ráðlagt þykir að fylgjast áfram með þróun mála í þessum efnum í Kóreu. 
Bæta má við að fulltrúar félagsins náðu tali af sendiherra Kóreu hér síðast liðið sumar. Tók hann vel í menningarleg samskipti og sendi okkur bækur nokkru síðar en vildi ekkert gera í ættleiðingarmálum.
Nýlega fréttum við af hollenskri konu sem starfar við hollenska sendiráðið í Djakarta og hefur milligöngu um ættleiðingar indonesiskra barna til Hollands. Þegar hafa verið sendar 4 umsóknir hérðan og eru fyrstu hjónin komin í bréfasamband við þessa konu. Við fyrstu sýn lofar þetta góðu þó ekki sé enn ástæða nema til hóflegrar bjartsýni.
Um börnin má segja að þau séu af mongólskum stofni og er yfirleitt um ung börn að ræða. Væntanlegir foreldrar fá ekki að velja sér börn en þau ráða kyni og aldri. 
Félagið sem slíkt myndi ekki vera formlegur tengiliður við Indónesíu enda mikilvægara að það starfi fremur sem upplýsingarmiðlun og geti þá gefið upplýsingar um flestar og helst allar leiðir til ættleiðingar erlendra barna til Íslands.

2.
Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins sem voru samþykktir. Tekjur félagsins voru alls 625.___.-, vextir 28.290.-, gjöld alls 595.212.- og tekjuafgangur skv. rekstrarreikningi 78.078.- Innistæða á ávísanareikningi í dag 123.471.-

3. Skýrsla menningar- og fræðslunefndar:
Elías Kristjánsson gerði grein fyrir starfi nefndarinnar á sl. ári sem einkum hefur verið fólgið í stefnumörkun fyrir nefndina, sem menn telja að eigi framtíðarstarf fyrir höndum, s.s. í menningartengslum við þau lönd sem börnin koma frá, gagnasöfnun til upplýsinga fyrir börnin ofl.
Nefndin kýs að starfa hljóðlega þar sem uppi eru mismunandi skoðanir um hvort yfirleitt eigi að halda þessum hóp barna saman í framtíðinni. Elías bar fram tillögu um að veitt yrði fé til kaupa á bókakassa til að geyma gögn ýmiss konar og bækur. Stungið er upp á að félagið haldi eina kvöldvöku á ári.

4. Stjórnar- og nefndarkjör:
Samþykktar voru samhjóða tillögur uppstyllingarnefndar sem voru sem hér segir:
Formaður: Guðrún Helga Soderholm
Gjaldkeri: Soffía Kjaran
Ritari: Valgerður Baldursdóttir

Varastjórn:
Sigtryggur Benediktsson
Gylfi Már Guðjónsson

Skemmtinefnd:
Unnur Jónsdóttir
Ástrún Jónsdóttir
Lísbet Bergsveinsdóttir

Menningar- og fræðslunefnd:
Vésteinn Ólason
Elías Kristjánsson
Bera Þórisdóttir

Endurskoðendur:
Sigurður Sigurðsson
Elías Kristjánsson

5. Almennar umræður:
Rætt var m.a. um framtíð félagsins Ísland-Kórea, sem menn voru sammála um að starfa bæri áfram samhliða félaginu Íslensk ættleiðing eins og verið hefur frá stofnun þess. Einnig var rætt um að æskilegt væri að ákveðnir hópar mynduðust smám saman kringum ættleiðingar frá hverju landi fyrir sig sem síðan sæju um upplýsingar og gagnasöfnun sín á milli þar sem alls ekki væri á valdi né hlutverk félagsins sem slíks að sjá um þessa hluti og í raun ófært þegar ný og ný lönd bætast við. Æskilegt væri að Íslensk ættleiðing starfaði sem nokkurs konar hattur yfir hugsanlegum örðum sérfélögum sem eh. myndast kringum hvert land.

Tillaga til hækkunar félagsgjalda uppí 100 nýkrónur á mann var samþykkt einróma.

Fundi slitið.


Svæði