Fréttir

Aðalfundur 20.mars 2024

Fundargerð aðalfundar Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 20.mars 2024, kl. 20.00.  

Fundarstaður: Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartúni 20, 3.hæð, 105 Reykjavík. 
Mætt af hálfu stjórnar:  Berglind Glóð Garðarsdóttir formaður, Gylfi Már Ágústsson, Svandís Sigurðardóttir varaformaður, Selma Hafsteinsdóttir og Örn Haraldsson. Fjarverandi var: Sigríður Dhammika Haraldsdóttir og Sólveig Diljá Haraldsdóttir.
Mætt af hálfu starfsfólks skrifstofu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvæmdarstjóri og Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi. 
Fundargerð aðalfundar ritaði: Selma Hafsteinsdóttir.

Dagskrá aðalfundar:  

  1. Fundarstjóri og fundarritari kjörnir.
  2. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. 
  3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar. 
  4. Kjör stjórnar.
  5. Ákvörðun árgjalds. 
  6. Breytingar á samþykktum félagsins.
  7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. 

1. Fundarstjóri og fundarritari kjörnir.

Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdarstjóri Íslenskrar ættleiðingar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Elísabet tilnefndi Eygló Jónsdóttur fundarstjóra og Selmu Hafsteinsdóttur fundarritara og var það samþykkt af fundarmönnum.  Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og kallaði eftir mótmælum um boðun fundarins.  Engin andmæli bárust og telst fundurinn því löglega boðaður án athugasemda.   

Fundarstjóri fór yfir dagskrá fundarins og bauð stjórnarformanni að kynna skýrslu stjórnar. 

2. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.  

Berglind Glóð Garðarsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar kynnti og fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2023. Á síðasta ári hittu formaður og framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar dómsmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu til að ræða stöðuna á ættleiðingarmálaflokknum. Auk þess var fundað með starfsmönnum ráðuneyta og með öðrum embættismönnum. Styrkir til félagsins á síðasta ári komu frá Símanum/Sensa en þeir veita góðan afslátt af símreikningum, stundum koma inn styrkir vegna Reykjavíkurmaraþons.

Breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi þar sem Rut Sigurðardóttir hætti sem fastur starfsmaður í apríl 2023 en starfar núna sem verktaki og aðstoðar við fræðslu og stuðning. Ragnheiður Davíðsdóttir hætti í lok september 2023 eftir 11 ára starf og nýr starfsmaður, Thelma Rún Runólfsdóttir, kom til starfa í desember í 50% starfshlutfall. 

Berglind fer yfir þær breytingar sem urðu á reglugerðum tengdum ættleiðingum 1.október 2023.

Árið 2023 var aðeins ein ættleiðing frá Tékklandi til Íslands, 19 fjölskyldur voru á biðlista í árslok 2023. 6 pör fengu forsamþykki á árinu og tvö fengu ný samþykki. Í upphafi ársins 2023 var Ísland með löggildingu í þremur löndum: Kólumbíu, Tékkland og Tógó. Tékkland lokaði fyrir nýjar umsóknir frá Íslandi og 5 öðrum löndum en þeir sem voru komnir á biðlista þar í landi, þeir haldast inni og geta verið paraðir við barn.

Verkefni stjórnar og skrifstofu á síðasta ári og 2024 eru að vekja athygli á málaflokki ættleiðinga, halda úti félagsstarfi og fræðslu, minnst var á hlaðvarpið „Allt um ættleiðingar“ sem Selma Hafsteinsdóttir fór af stað með. Viðhalda samböndum við upprunalönd, klára löggildingu við ICBF í Kólumbíu. Yfirferð á þjónustusamningi. Verkefni vegna samnings við mennta- og barnamálaráðuneytið um farsæld ættleiddra barna.

Það vantar áhuga félagsmanna til að þrýsta á og vekja athygli á málaflokk ættleiðinga og ættleiddra.

3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins lagður fram til samþykktar. 

Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍÆ fór næst yfir reikninga félagsins. Eftir að gerðar voru breytingar á reglugerðum var þjónustusamningi félagsins við dómsmálaráðuneytið breytt og fjárframlög lækkuðu um 10 milljónir og fær félagið nú 24 milljónir á ársgrundvelli. Núverandi þjónustusamningur gildir út árið 2024. Til komi til móts við lækkun á tekjum hefur verið farið í niðurskurð á kostnaði, félagið færði sig um húsnæði, starfsfólki hefur verið fækkað og í dag er 1,5 stöðugildi hjá félaginu auk verktaka.  Skorið var niður á öllum vígstöðvum til að geta sinnt starfinu með þann fjárhag sem félaginu var veittur. Ársreikningur er settur á heimasíðu félagsins og hægt að skoða nánar þar.   

Ársreikningur samþykktur samhljóða fyrir starfsárið 2023.

4. Kjör stjórnar.

Breytingar urðu á fjölda stjórnarmanna þegar reglugerð um ættleiðingarfélög var breytt 1.október 2023, áður þurfti stjórn að vera skipuð 7 manns en eftir breytingar 5 manns.  

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar skal skipuð 5 mönnum: Formanni, varaformanni og þrem meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.   

Tvö stjórnarsæti eru laus til kosningar og bárust 2 framboð. Berglind Glóð Garðarsdóttir, Gylfi Már Ágústsson, Svandís Sigurðardóttir og Örn Haraldsson láta af störfum.  Er þeim þakkað fyrir gott samstarf síðustu ár.  

Helga Pálmadóttir og Kristín Ósk Wium bjóða sig fram í fyrsta sinn.  
Þær teljast sjálfkjörnar og eru stjórnameðlimir til næstu tveggja ára.  
Nýir stjórnarmenn boðnir velkomnir með lófataki. 

5. Ákvörðun um árgjald.

Lagt til að árgjald félagsins verði hækkað en það hefur verið síðustu ár  3.500 kr.  
Lagt er til að árgjald verði 4.000 kr.

Fundarstjóri spyr hvort einhver mótmæli eða komi með aðrar tillögur.  
Svo er ekki og nýtt árgjald telst því samþykkt. 

6. Breytingar á samþykktum félagsins.

Breytingar á samþykktum félagsins þarf að skila inn fyrir 31.janúar 2024.

Tvær breytingartillögur bárust á samþykktum félagsins, nær önnur tillagan til  6.greinar um Stjórn og hin til 6.greinar um Stjórn og 11.greinar um Reikningar 

Fyrri breytingartillagan
Meðfylgjandi er tillaga að breytingum á 6. gr. samþykkta félagins er fjölda manna í stjórn félagsins í samræmi við breytingar sem urðu á reglugerð um ættleiðingarfélög 1.október 2023, er lögð fram tillaga að breytingu á orðalagi. 

Í dag er 6.grein 

Stjórn 
Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.  
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. 
Í stjórninni skulu eiga sæti læknir og lögfræðingur, en verði því ekki við komið skal stjórn félagsins, í samráði við innanríkisráðuneytið, ráða trúnaðarlækni og/eða lögfræðing til ráðgjafar. Stjórnarmenn skulu hafa þekkingu á þeim málum er varða ættleiðingar á erlendum börnum. Stjórnin ræður löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag. 
Formaður boðar og stýrir stjórnarfundi. 
Stjórnarfundur telst lögmætur ef hann sækir meirihluti stjórnar. 
Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli félagsfunda. 
Stjórnarmenn félagsins, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins, eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina er þeir fá vitneskju um varðandi einkahagi manna við störf sín fyrir félagið. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum. 
Stjórnarmeðlimir, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins mega ekki taka þátt í afgreiðslu ættleiðingarmáls ef þeir eða menn þeim nákomnir eru aðilar málsins. 
Komi upp aðstæður eða tilvik er varðar stjórnarmann þess eðlis að áframhaldandi stjórnaseta hans samrýmist ekki hagsmunum eða rekstri félagsins getur stjórn tekið ákvörðun um að víkja honum úr stjórn. Slík ákvörðun skal tekin með atkvæðagreiðslu á stjórnafundi. Ef stjórnarmanni er vikið úr stjórn í kjölfar atkvæðagreiðslu getur hann skotið þeirri ákvörðun til aðalfundar. Getur þá stjórn boðað til aukafundar félagsmanna sbr. 7. gr. samþykktar ÍÆ.   
Stjórnarmaður telst vera í leyfi frá stjórnasetu þar til ákvörðun liggur fyrir á aðalfundi eða aukafundi, eftir atvikum.  
Stjórnarmaður sem brottvísun beinist að skal veitt færi á að tjá sig um málið áður en stjórn tekur ákvörðun. Að öðru leyti skal hann víkja við málsmeðferð og er ekki heimilt að taka þátt í atkvæðagreiðslu stjórnar.   

Í tillögunni er lagt til eftirfarandi breytingar á 6.greininni: 

Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta. 

Eftir breytingar yrði 6.greininn eftirfarandi: 

Stjórn 
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. 
Í stjórninni skulu eiga sæti læknir og lögfræðingur, en verði því ekki við komið skal stjórn félagsins, í samráði við innanríkisráðuneytið, ráða trúnaðarlækni og/eða lögfræðing til ráðgjafar. Stjórnarmenn skulu hafa þekkingu á þeim málum er varða ættleiðingar á erlendum börnum. Stjórnin ræður löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag. 
Formaður boðar og stýrir stjórnarfundi. 
Stjórnarfundur telst lögmætur ef hann sækir meirihluti stjórnar. 
Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli félagsfunda. 
Stjórnarmenn félagsins, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins, eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina er þeir fá vitneskju um varðandi einkahagi manna við störf sín fyrir félagið. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum. 
Stjórnarmeðlimir, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins mega ekki taka þátt í afgreiðslu ættleiðingarmáls ef þeir eða menn þeim nákomnir eru aðilar málsins. 
Komi upp aðstæður eða tilvik er varðar stjórnarmann þess eðlis að áframhaldandi stjórnaseta hans samrýmist ekki hagsmunum eða rekstri félagsins getur stjórn tekið ákvörðun um að víkja honum úr stjórn. Slík ákvörðun skal tekin með atkvæðagreiðslu á stjórnafundi. Hafi stjórnarmanni verið vikið úr stjórn í kjölfar atkvæðagreiðslu getur hann krafist þess að sú ákvörðun verði tekin fyrir á aðalfundi félagsins. Í kjölfarið getur stjórn boðað til aukafundar félagsmanna sbr. 7. gr. samþykktar ÍÆ og skal boða til slíks fundar innan við 14 daga frá því að krafa stjórnarmanns liggur fyrir. 
Stjórnarmaður telst vera í leyfi frá stjórnasetu þar til ákvörðun liggur fyrir á aðalfundi eða aukafundi, eftir atvikum.  
Stjórnarmaður sem brottvísun beinist að skal veitt færi á að tjá sig um málið áður en stjórn tekur ákvörðun. Að öðru leyti skal hann víkja við málsmeðferð og er ekki heimilt að taka þátt í atkvæðagreiðslu stjórnar.    

Seinni breytingartillagan
Í greinum 6 og 11 kemur fram ráðuneyti sem ekki er lengur til, innanríkisráðuneytið. Tillagan er sú að breyting verði gerð á heiti ráðuneytis úr innanríkisráðuneyti í dómsmálaráðuneyti.  

Í 6.grein
Í stjórninni skulu eiga sæti læknir og lögfræðingur, en verði því ekki við komið skal stjórn félagsins, í samráði við innanríkisráðuneytið, ráða trúnaðarlækni og/eða lögfræðing til ráðgjafar.  

Eftir breytingu ef tekið er tillit til beggja breytingatillagna væri 6.grein þá:
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. 
Í stjórninni skulu eiga sæti læknir og lögfræðingur, en verði því ekki við komið skal stjórn félagsins, í samráði við dómsmálaráðuneytið, ráða trúnaðarlækni og/eða lögfræðing til ráðgjafar. Stjórnarmenn skulu hafa þekkingu á þeim málum er varða ættleiðingar á erlendum börnum. Stjórnin ræður löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag. 
Formaður boðar og stýrir stjórnarfundi. 
Stjórnarfundur telst lögmætur ef hann sækir meirihluti stjórnar. 
Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum félagsins milli félagsfunda. 
Stjórnarmenn félagsins, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins, eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina er þeir fá vitneskju um varðandi einkahagi manna við störf sín fyrir félagið. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum. 
Stjórnarmeðlimir, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins mega ekki taka þátt í afgreiðslu ættleiðingarmáls ef þeir eða menn þeim nákomnir eru aðilar málsins. 
Komi upp aðstæður eða tilvik er varðar stjórnarmann þess eðlis að áframhaldandi stjórnaseta hans samrýmist ekki hagsmunum eða rekstri félagsins getur stjórn tekið ákvörðun um að víkja honum úr stjórn. Slík ákvörðun skal tekin með atkvæðagreiðslu á stjórnafundi. Hafi stjórnarmanni verið vikið úr stjórn í kjölfar atkvæðagreiðslu getur hann krafist þess að sú ákvörðun verði tekin fyrir á aðalfundi félagsins. Í kjölfarið getur stjórn boðað til aukafundar félagsmanna sbr. 7. gr. samþykktar ÍÆ og skal boða til slíks fundar innan við 14 daga frá því að krafa stjórnarmanns liggur fyrir. 
Stjórnarmaður telst vera í leyfi frá stjórnasetu þar til ákvörðun liggur fyrir á aðalfundi eða aukafundi, eftir atvikum.  
Stjórnarmaður sem brottvísun beinist að skal veitt færi á að tjá sig um málið áður en stjórn tekur ákvörðun. Að öðru leyti skal hann víkja við málsmeðferð og er ekki heimilt að taka þátt í atkvæðagreiðslu stjórnar. 

Í 11.grein
Ársreikningur skal skoðaður og áritaður af löggiltum endurskoðanda og skal senda eintak hans til innanríkisráðuneytisins samkvæmt reglugerð um ættleiðingarfélög. 

Eftir breytingu væri 11.grein þá:
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Gera skal ársreikning um starfsemi félagsins að ættleiðingarmálum og um aðra starfsemi er fram fer á vegum félagsins. Ársreikningur skal skoðaður og áritaður af löggiltum endurskoðanda og skal senda eintak hans til dómsmálaráðuneytisins samkvæmt reglugerð um ættleiðingarfélög. 

Tillögur samþykktar.

7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. 

Elísabet Hrund Salvarsdóttir fór aðeins yfir stöðu í ættleiðingarmálaflokknum á Norðurlöndunum. 16.janúar tók stjórn DIA, eina ættleiðingarfélags í Danmörku þá ákvörðun að loka, mikil óvissa um stöðu alþjóðlegra ættleiðingar í Danmörku og erfið staða hjá uppkomum ættleiddum.  Staðan í Noregi er óljós og mikil óvissa hjá ættleiðingarfélögum þar í landi. Í Svíþjóð hefur staðið yfir rannsókn sem á að klárast í lok þessa árs.  

Á Íslandi höfum við verið að berjast fyrir skilningi fyrir þarfir ættleiddra barna og þá þjónustu sem þau þurfa, fræðsluna, stuðning fyrir fjölskyldurnar ofl. Í dag hefur félagið eingöngu möguleika á því að senda umsóknir til Kólumbíu. Óvissa um hvernig framtíðin verður en núverandi þjónustusamningur gildir út árið 2024. 

Elísabet tilkynnti að hún hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri Íslenskrar Ættleiðingar. Ný stjórn mun hefjast handa við auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra  og ráðningarferli. Elísabet vinnur uppsagnarfrestinn og aðstoðar við að koma nýjum framkvæmdastjóra inn í starfið.

Elísabetu er þakkað fyrir störf sín fyrir félagið í gegnum árin. 

Elísabet spyr hvort e-r spurningar séu úr sal.

Nokkrar spurningar bárust úr sal um stöðuna sem er í málaflokknum. 

Engin önnur mál tekin fyrir.  

Fundarstjóri þakkar fyrir góðan fund.  

Fundi slitið kl. 21:05 

 



Svæði