Fréttir

Aðalfundur 27.10.1983

Aðalfundur haldinn á Hótel Loftleiðum þ. 27.10.1983

Formaður félagsins Guðbjörg Alfreðsdóttir setti fundinn og kosnir voru þeir Ottó B. Ólafsson fundarstjóri og Sigurður Karlsson ritari.

1. Formaður flutti skýrslu sína um störf félagsins á síðasta starfsári og greindi frá för sinni til Svíþjóðar á ráðstefnu um ættleiðginarmál og afturkipp mála í Indónesíu, auk aðgerða stjórnar til að reyna að koma á auknum og nýjum samböndum erlendis.
Eftir flutning skýrslunar báru fundarmenn fram fyrirspurnir um ýmis mál og þá helst framgang mála í Indónesíu og Guatemala.

2. Birgir Sigmundsson gjaldkeri las upp reikninga félagsins og voru þeir samþyktir athugasemdalaust og einróma.

3. Flutt var lagabreytingartillaga um fjölgun í stjórn úr þremur í fimm og eftir að fundarstjóri hafði lesið upp lög félagsins var tillagan samþykkt einróma.

4. Kosning stjórnar fór fram með þeim hætti að bornar voru upp tillögur um að Guðbjörg Alfreðsdóttir yrði endurkjörin formaður, María Pétursdóttir varaformaður, Birgir Sigmundsson gjaldkeri, Sigurður Karlsson ritari, og Monika Blöndal meðstjórnandi. Auk þess voru þau Elín Jakobsdóttir og Ottó B. Ólafsson kjörin sem fyrsti og annar varamaður og fór kostning fram alveg mótatkvæðalaust og samþykkt einróma.

5. Tillaga var flutt um kosningu Ásmundar Karlssonar og Gríms Einarssonar sem endurskoðenda og var það samþykkt einróma.

6. Kosið var í skemmtinefnd og bauð ein frúin mann sinn Hannes Sigurgeirsson fram og einnig bauð Sigrún Edvardsdóttir sig fram. Í fræðslunefnd var stungið upp á Ágústu Bárðardóttur  og var samþykkt einróma í báðar nefndir en ákveðið að bíða með kosningu annars manns í fræðslunefnd til betri tíma.

7. Birgir Sigmundsson bar fram þá tillögu að árgjald yrði hækkað upp í 400 kr. á ári og  var það samþykkt mótatkvæðalaust en þó voru sumir reiðubúnir til að greiða meira en ekki þótti þörf á því.

8. Önnur mál. 
Fundargestir ræddu málin sín á milli og bar þar margt á góma en helst rætt um nýjar leiðir um sambönd erlendis og með hvaða hætti mætti koma þeim á.

Fundur settur kl. 20:45 og slitið um kl. 22:20 en fundarmönnum boðið uppá að sitja áfram og ræða málin sín á milli. 
Fundargestir töldust ver 60 að tölu.

Sigurður Karlsson.


Svæði