Fréttir

Okt. '82

Form. hitti mrs. Darmady að máli er hún heimsótti Ísland í boði for. barnanna sem ættleidd voru á hennar vegum. Form., mrs. Darmady og Ottó B. Ólafsson, hittu að máli Ólaf Wolter Stefánsson, skrifst.stj. í dómsmálaráðuneytin v/passamálanna. Vinsamlegar viðræður áttu sér stað og vildu þeir hjá ráðuneytinu greiða fyrir þessum málum fyrir sitt leiti. Mrs. Darmady tjáði form. að passavandræði yrðu engin á næstunni þar sem hún hefði nú samb. við aðra skrifstofu í Jakarta en áður. Taldi hún góðar líkur á áframhaldandi aðstoð við Ísl. ættl., en tók fram að einungis enskumælandi hjón kæmu til greina framvegis. Stjórnin bauð henni til kvöldverðar á "Grillinu".

Guðrún H. Sederholm


Svæði