Fréttir

Stjórnarfundur 09.09.2009

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 9. september 2009, kl. 17.15

11. fundur stjórnar

Mættir:

Ágúst Guðmundsson
Finnur Oddsson
Hörður Svavarsson
Pálmi Finnbogason
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.

Mál á dagskrá:

1. Umsögn ÍÆ um drög að reglugerð um ættleiðingar.
2. Ættleiðingarsambönd við ný lönd. 
3. Önnur mál.

1. Umsögn ÍÆ um drög að reglugerð um ættleiðingar. 
Formaður upplýsti stjórn um að félagið, ásamt Foreldrafélagi ættleiddra barna (FÆB) og Alþjóðlegri ættleiðingu (AÆ) hefðu hist á fundum, þar sem rædd voru drög að umsögnum félaganna til dómsmálaráðuneytisins vegna nýrra draga að reglugerð um ættleiðingar. Var tilgangurinn með fundinum að félögin ásamt teymi lögfræðinga ræddu og sammæltust um sín helstu áherslumál svo ljóst megi vera að málin væru hagsmunamál allra félaganna. Skilafrestur fyrir félagið til þess að skila inn umsögn er 10. september 2009.

Formaður ásamt ritara fóru með öðrum meðlimum úr stjórninni, yfir drög að umsögn ÍÆ, gerðu grein fyrir breytingum og athugasemdum sínum við drögin að reglugerðinni sem send var frá ráðuneytinu til umsagnar. Voru drögin samþykkt af stjórn og ákvörðun tekin um að formaður stjórnar sæi um að koma þeim áleiðis til ráðuneytisins.

2. Ættleiðingarsambönd við ný lönd. 
Formaður lagði fram minnisblað og flutti með stutta kynningu um ættleiðingarferlið í Rússlandi. Upplýsti formaður um að mögulegir tengiliðir væru til staðar í Rússlandi og ferlið þar gengi yfirleitt hraðar fyrir sig til samanburðar við þau lönd sem ÍÆ er í tengslum við. Stjórn stendur frammi fyrir því að ríkisstjórnir landanna hugi á samstarf áður en félögin geti hafi starf sitt. Stjórn mun óska eftir því við ráðuneytið að stofnað verði ættleiðingarsamband við Rússland.

3. Önnur mál.

- Kristjana Erlen Jóhannsdóttir stjórnarmaður í Íslenskri ættleiðingu sendi stjórn félagsins bréf þann 26. apríl síðastliðinn þar sem hún tilkynnti stjórn þá ákvörðun sína að taka sér tímabundið hlé frá stjórnarstörfum af persónulegum ástæðum. Jafnframt óskaði Kristjana eftir því að vera áfram skráð á póstlista stjórnarinnar og geta þannig fylgst með störfum hennar. Hinn 6. september s.l. sendi Kristjana stjórn félagsins erindi þar sem hún tilkynnti að málin hefðu þróast á þann veg að hún sæi sér ekki fært að starfa lengur í stjórn ÍÆ. Kristjana var fyrst kjörin í stjórn ÍÆ á aðalfundi félagsins árið 2006 og var endurkjörin þann 13. mars 2008. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar þakkar Kristjönu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins á liðnum árum og óskar henni velfarnaðar.

- Nýafstaðin er glæsileg ráðstefna NAC í tengslum við aðalfund NAC sem haldinn var hér á landi. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar vill koma kærum þökkum til stjórnar NAC, Ole Bergmann, Sten Juul Petersen og Ingibjargar Birgisdóttur og þá sérstaklega til Ingibjargar, fráfarandi stjórnarmanns í Í.Æ. fyrir að hafa sinnt skipulagningu þessa verkefnis af miklum sóma. PAS nefnd félagsins er einnig þökkuð vinna við undirbúning ráðstefnunnar. Fulltrúi ÍÆ á fundum NAC voru Margrét Rósa Kristjánsdóttir stjórnarmaður í ÍÆ og Kristinn Ingvarsson, stjórnarmaður í AÆ og hagsmunanefnd FÆB.

Fundi slitið kl. 18.30.

Vigdís Ósk Sveinsdóttir
fundarritari


Svæði