Fréttir

Stjórnarfundur 11.10.2023

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, mánudaginn 11.október kl. 17:30.  

Mætt: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Sólveig Diljá Haraldsdóttir, Svandís Sigurðardóttir, Selma Hafsteinsdóttir og  Gylfi Már Ágústsson.  

Fjarverandi: Örn Haraldsson  

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum. 

Dagskrá stjórnarfundar   

Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
2. Skýrsla skrifstofu 
3. Þjónustusamningur
4. Vinnustofa DMR
5. NAC ráðstefna 
6. Skrifstofa ÍÆ – næstu skref 
7. Námskeiðið “Er Ættleiðing fyrir mig?” – minnisblað 
8. Verkefnastjóri ÍÆ í Tógó – minnisblað 
9. Fræðsla til félagsmanna
10. Jólaball ÍÆ 2023 – minnisblað
11. Fjárhagsáætlun 2023 
12. Önnur mál   

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt  

2. Skýrsla skrifstofu 
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu. Mikið af viðtölum og fræðslu. Komnar eru upplýsingar um nýjan tengilið ÍÆ hjá UMPOD í Tékklandi. 

3. Þjónustusamningur  
Framkvæmdastjóri og Berglind formaður fóru í dómsmálaráðuneytið föstudaginn, 29.október, og skrifuðu undir nýjan þjónustusamning sem gildir frá 1.október 2023 til og með 31.desember 2024. 

4. Vinnustofa DMR 
Framkvæmdastjóri og formaður ÍÆ auk Ragnheiður fyrrum starfsmaður ÍÆ tóku þátt í vinnustofu um alþjóðlegar ættleiðingar á vegum DMR. Ýmislegt rætt þar og farið yfir ferlið eins og það er í dag og hvernig draumaferlið gæti litið út. Það ferli er yfirleitt út frá stjórnsýslunni en ekki þeirri þörf sem er til staðar hjá umsækjendum, ættleiddum börnum eða fjölskyldum þeirra.   

5. NAC ráðstefna 
Ráðstefnan gekk vel, hefði mátt vera meiri þátttaka frá innlendum aðilum en mjög góð erindi komu fram á ráðstefnunni.  

6. Skrifstofa ÍÆ – næstu skref 
Ragnheiður Davíðsdóttir hætti störfum í lok september en er til aðstoðar ef þess þarf. Verið er að skoða með að ráða starfsmann í 50% stöðu.  Rut Siguðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, heldur áfram sem verktaki í hluta af fræðslu og stuðningi.  

8. Verkefnastjóri ÍÆ í Tógó – minnisblað 
Minnisblað framkvæmdastjóra rætt og stjórn samþykkir tillögu um hækkun á taxta vegna vinnu verkefnastjóra ÍÆ í Tógó.   

9. Fræðsla til félagsmanna
Rætt um mögulegar fræðslur. Þriðjudaginn 10.október var haldin fundur fyrir þá sem eru á einhvers staðar í ferlinu, góð þátttaka og kom fram eindregin ósk um að þessu yrði haldið áfram. Mikilvægt fyrir þá sem eru í ferlinu að geta hist.  

10. Jólaball ÍÆ 2023 – minnisblað 
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað vegna jólaballs 2023 sem verður 10.desember milli kl. 14:00 – 16:00, minnisblað rætt.  

11.Fjárhagsáætlun 2023 
Framkvæmdastjóri fer yfir fjárhagsáætlun sem send hafði verið á stjórn. 

12. Önnur mál 
a. Athygli vegna greinar Selmu Hafsteinsdóttur á vísir.is 
Framkvæmdastjóri og Selma fóru í viðtal hjá Samstöðinni þar sem fjallað var um ættleidd börn í samhengi við vöggustofumálin eftir að skýrsla um þau mál var gefin út.  

b. Samskiptastöðin 
Framkvæmdastjóri og Rut Sigurðardóttur, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, fóru á fund hjá Samskiptastöðinni til að skoða með samstarf vegna sálfræðimata og eins hvort hægt væri að byggja upp þekkingu til að aðstoða ættleidd börn og fjölskyldur þeirra. 

Fundi lokið 18:46 

 


Svæði