Fréttir

Stjórnarfundur 12.02.2018

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, mánudaginn 12.febrúar kl. 18:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu: Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárussdóttir og Magali Mouy, Sigurður Halldór Jesson og Lára Guðmundsdóttir tóku þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Mánaðarskýrsla janúar
  3. Ársáætlun 2018: Fjárhagsáætlun og starfsáætlun
  4. Samningur á milli umsækjenda og skrifstofu
  5. Aðalfundur og ársreikningur 2017
  6. Málþing 16.mars og námskeið 17.mars
  7. Drög á þjónustusamningi
  8. Fræðsluáætlun
  9. Önnur mál
  1. Fundargerð síðasta fundar.
    Fundargerð frá 9. janúar samþykkt.
  1. Mánaðarskýrsla janúar.
    Rædd.
  1. Ársáætlun 2018: Fjárhagsáætlun og starfsáætlun.
    Áætlanir samþykktar.
  1. Samningur milli umsækjanda og skrifstofu.
    Samningnum fagnað, hefur tekið mörg ár í vinnslu
  1. Aðalfundur og ársreikningur 2017
    Formaður segir frá stöðu, fyrstu drög komin. Fundarboð vegna aðalfundar samþykkt.
  1. Málþing 16. mars og námskeið 17. mars
    KI fer yfir stöðu mála vegna málþing og námskeið í mars. Verð á málþingi og námskeiði rædd og samþykkt. 
  1. Drög á þjónustusamningi.
    KI segir frá drögum sem komu frá DMR vegna þjónustusamningis, rætt var minnisblaðið sem barst til stjórnarmeðlima fyrir fundinn. KI og formaður fara á fund með DMR 22. febrúar. 
  1. Fræðsluáætlun.
    Farið yfir tillögur að breyttri fræðsluáætlun og hún samþykkt. 
  1. Önnur mál.
  1. Skjal vegna umsagnar 98.mál frá nefndarsviði Alþingis
    Sagt frá tölvupósti sem barst og engar athugasemdir.
  1. Minnisblað um skráningu í Reykjavíkurmaraþon
    KI segir frá því að búið sé að opna fyrir ÍÆ  hjá Reykjavíkurmaraþoninu þannig að hlauparar geta skráð félagið sem sitt góðgerðafélag. Það sem safnast mun renna í barna- og unglingastarf eins og undanfarin ár.
  1. Fundargerð Nac lög fram
    Stjórnarmenn höfðu fengið fundargerð frá síðasta NAC fundi sem formaður fór á í Kaupmannahöfn 19.janúar.
  1. Heimsókn formanns í leikskólann Hof ásamt Rut félagsráðgjafa.
    Formaður segir lítillega frá heimsókn sinni í leikskóla sonar síns, þar sem krakkar og kennarar voru frædd um Tékkland og hver tenging sonar formanns væri við það land. 

Fundi lokið kl. 19:15


Svæði