Fréttir

Stjórnarfundur 12.11.2013

Stjórnarfundur 12.11.2013
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 12.nóvember 2013 kl. 20:00

Mættir:
Anna Katrín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Hörður Svavarsson

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn.

Mál á dagskrá:
1. Þjónustusamningur við Innanríkisráðuneyti
2. Starf sálfræðings hjá Íslenskri ættleiðingu

1. Þjónustusamningur við Innanríkisráðuneyti
Drög að þjónustusamning lagður fram. Almennt rætt um samninginn og rætt um tillögur að breytingum.
a)     Liður 3.4: Lagt til að leggja þennan lið niður.
b)     Liður 4.1.4: Kristinn lagði til að leggja þennan lið niður en hann kemur fyrir á öðrum stað í samningnum, lið 4.6.3.
c)     Liður 5.3.3: Lagt til að ársskýrsla komi í nýjum lið.
d)     Liður 5.10.1: Lagt til að „viðurkenndur“ eftirlitsaðili kæmi fram í samræmi við lið 7.5 en þar stendur „viðurkenndur“ eftirlitsaðili.
e)     Liður 9.1: Gildistími samnings ræddur, ákveðið að halda gildistíma eins og hann er í samning.
f)      E-r atriði í samningnum þóttu ruglingsleg en ákveðið var að gera ekkert með það. (liður 4.1.3)

2. Starf sálfræðings hjá Íslenskri ættleiðingu
Margar góðar umsóknir bárust félaginu. Búið er að taka fyrsta viðtal og ákveðið var að bjóða 4 umsækjendum í annað viðtal með framkvæmdarstjóra og fulltrúa úr stjórn. Rætt um laun ráðgjafa. Framkvæmdastjóra falið að ganga vinna málið áfram.

Fundinn ritaði Ragnheiður
Fundi slitið kl:22:00


Svæði