Fréttir

Stjórnarfundur 13.06.2017

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 13. júní 2017 kl. 19:30 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu: Ari Þór Guðmannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir (fjarfundarbúnaður) og Lísa Björg Lárusdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir, Magali Mouy og Sigurður Halldór Jesson.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.

  1. Fundargerð síðasta fundar.
    Samþykkt.
  1. Mánaðarskýrslur maí.
    Mánaðarskýrsla enn í vinnslu en verður send á stjórnarmenn á næstunni.
  1. Opnunartími skrifstofu í sumar.
    Rætt um tillögu framkvæmdastjóra að sumarlokun skrifstofu frá 3. júlí til 8. ágúst. Samþykkt samhljóða að skrifstofan verði lokuð á þessum tíma. Bakvakt verður þó hjá starfsfólki til að sinna aðkallandi verkefnum.
  1. Fréttabréf.
    Næsta fréttabréf er nánast tilbúið en verið að bíða eftir loka grein fyrir fréttabréfið og þá verður það sent út. Umræður um það hversu oft á að senda það út. Oft ekki efni til að senda það út mánaðarlega. Framkvæmdastjóri segir frá efni næsta fréttabréfs.
  1. 40 ára afmæli Íslenskrar ættleiðingar
    Formaður ræðir um undirbúning vegna afmælisins og hvernig skipa eigi starfshóp til að undirbúa það. Rætt um það hvernig eigi að standa að því að halda upp á þennan stórviðburð. Fræðsludeild hefur lýst yfir áhuga að halda málþing í tilefni afmælisins. Spáð í hvort hengja eigi sig í afmælisdaginn sjálfan eða dreifa viðburðum yfir árið (afmælisár). Skipað í nefnd, þriggja úr stjórn og úr fræðsludeild auk framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri mun boða til fyrsta fundar afmælisnefndar á næstunni.
  1. Fræðsluáætlun haust 2017.
    Framkvæmdarstjóri kynnir minnisblað um fræðsluerindi fyrir haustið 2017. Fræðsludeildin gerir að tillögu sinni að færa tímasetningu fræðsluerinda til 17.30. Lagt er upp með að vera með þrjú fræðsluerindi næsta haust: Rannsóknir á Rómafólki, Heilsa og hollusta fyrir alla, Tengslaröskun, viðurkennd greining?
  1. Barna– og unglingastarf.
    Framkvæmdarstjóri ræðir um það hvernig standa eigi að barna- og unglingastarfi. Hluti af starfi Rutar nýja starfsmannsins okkar á að vera vinna að undirbúningi varðandi þennan þátt í starfsemi félagsins. Hugmyndin að byggja þetta upp þannig að um tvo hópa verði að ræða, 8 til 11 ára og 12 til 14 ára. Verið að vinna í þessu og von á nánari útlistun á þessu verkefni á næstunni auk kostnaðarmats.
  1. Löggilding í Tógó
    Formaður gerir að tillögu sinni að í ljósi góðrar reynslu af samstarfinu við stjórnvöld í Tógó að óska eftir lögildingu til þriggja ára. Hingað til hefur löggildingin verið endurnýjuð á árs fresti.
  1. Önnur mál

a. Kostnaðargreining vegna NAC fundar í Finnlandi
Verið að vinna í henni og mun hún verða tilbúin í júní lok. Ákvörðun tekin í kjölfarið af því hversu marga verður hægt að senda á fundinn.

b. Fundur um stefnumótunarráðstefnu í Tékklandi
Rætt um að það hvort það sé æskilegt að þiggja boðið þar sem það getur verið að það setji félagið í erfiða stöðu. Framkvæmdastjóri ætlar að óska eftir frekari upplýsingum um eðli ráðstefnunnar.

c. Ný ríki.
Ari spyrst fyrir um hver staðan er vegna umsókn um tengsl við ný ríki. Vinna við þetta tengist nokkuð mikið hversu mikið fé félagið hefur til ferðalaga í tengslum við verkefnið.

d. Útilega
Rætt um möguleika á afmælisútilegu á næstu ári.

e. Næsti fundur stjórnar
Næsti fundur stjórnar verður þriðjudaginn 15. ágúst kl. 19.30. 

Fundi slitið kl. 20.40

Fundarritari: Sigurður Halldór Jesson


Svæði