Fréttir

Stjórnarfundur 13.09.2017

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 13. september 2017 kl. 19:30 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu: Ari Þór Guðmannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir  og Lísa Björg Lárusdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir, Magali Mouy og Sigurður Halldór Jesson.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta fundar.
  2. Mánaðarskýrsla ágúst.
  3. Þjónustusamningur.
  4. Samstarf við upprunalönd.
  5. Önnur mál.
  1. Fundargerð síðasta fundar
    Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt án athugasemda.
  2. Mánaðarskýrsla ágúst
    Formaður ræðir um mánaðarskýrslu ágústmánaðar. Engar efnislegar athugasemdir gerðar við hana. 
    Fyrirspurn um afgreiðslutíma hjá Sýslumannsembættinu. Hefur hann lengst? Ljóst að gert var átak en svo lýtur út fyrir hægst hafi á afgreiðslutíma.
    Framkvæmdastjóri segir frá ferð Rutar starfsmanns ÍÆ til Tékklands á ráðstefnuna Participation of Children and Informing of their Rights. Henni gekk vel og margt gagnlegt sem þar kom fram.
  3. Þjónustusamningur
    Staðan á samningaviðræðum er við það sama.
    Rætt um það hvernig staða félagsins er varðandi fjárlög ísl. ríkisins fyrir næsta ár.
    Framkvæmdastjóri og formaður munu hitta ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í næstu viku.
  4. Samstarf við upprunalönd
    Framkvæmdastjóri segir frá stöðu mála. Hann mun heimsækja Sri Lanka 6. október nk. Munu yfirvöld vera heimsótt og málin rædd og skerpt á tengslum. Verið að skoða möguleika ferð til Tævan / Filippseyja í kjölfarið til að skoða möguleika á að koma upp sambandi við þau lönd. Möguleiki á ferð til Kólumbíu á næsta ári.
    Rætt um upprunaferðir til landa fólks sem er ættleitt er hingað til lands.
  5. Önnur mál
    1. NAC-ráðastefna
      NAC-ráðstefna framunda 28. til 30. september í Helsinki. Formaður, framkvæmdastjóri auk eins stjórnarmanns munu sækja hana.
    2. Ráðstefna í Montréal (ICAR 6)
      Skoða þarf möguleika á að senda fulltrúa úr stjórn á hana.
    3. Afmælisráðstefnan
      Fræðslunefnd er að vinna í undibúningi og er samningaviðræðum við breskan fyrirlesara um að sækja hana heim.

Formaður mun tilkynna næsta fundartíma með góðum fyrirvara.

Fundi slitið kl. 21.10.

Sigurður Halldór


Svæði