Fréttir

Stjórnarfundur 15.08.1985

Fundurinn var haldinn að heimili formanns Elínar Jakobsdóttur. Fundinn sátu Elínu Jakobsdóttir, Sigurður Karlsson, Guðrún Sveinsdóttir og Guðbjörg Alfreðsdóttir.

Rætt var um að halda fjölskyldufund 7. september. 2-5, gos + sælgæti.

Guðbjörg sendir bréf til sendiráðsins í London með beiðni um kvittun.
Afrit til Gunnars Pálssonar.

Elín sagði að við útfyllingu visa ætti að standa túristi.

Rætt var um að þýða Dammas pappíranna á íslenzku. Sigurður ætlaði að tala við Jaqueline út af þýðingunni.

Talað var um að nauðsynlegt væri að fólk fyllti út 3ja mán skýrslu sem kemur frá Sri Lanka. Ath. að yfirvöld geta ekki sett okkur stólinn fyrir dyrnar út af þessu.


Svæði