Fréttir

Stjórnarfundur 18.02.1982

Mættir allir stjórnarmenn. Farið yfir nýja meðlimi í félaginu og raðað á lista til hinna ýmsu landa. Allmargir nýjir hafa bæst við á lista til Indónesíu. Nú nýlega hafa 4 pör skrifað en ekki fengið svör enn. 2 pör eru í startstöðu og 7 pör bíða eftir að fá að skrifa til Indónesíu.
Ákveðið að skrifa L. Dormadiji í Kjakarta og mynda við hana beint samband þannig á vegum félagsins, sem ekki hefur verið gert enda þótt sambandinu hafi alfarið verið stýrt á vegum félagsins. Einnig ákveðið að skrifa til Bombay á Indlandi og spyrja nánar fyrir um möguleika þaðan en þangað hafa 3 pör skrifað kynningarbréf en ekkert svar komið. Komið er svar frá Pakistan _________en þar segir að hængur sé á þessu máli þegar betur er að gáð því börnin séu flest múhameðstrúar og verndarar þessara barna vilji ekki að þau verði ættleidd til kristina. Aftur er boðið að fylgst verði með fæðist kristnin börnsem séu til ættleiðingar.


Svæði