Fréttir

Stjórnarfundur 20.05.2009

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar miðvikudaginn 20. maí 2009, kl. 17.07.
 
Mættir: Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Karl Steinar Valsson
Margrét Kristjánsdóttir
og Pálmi Finnbogason
Guðrún framkvæmdastjóri sat einnig fundinn.
 
 
-1 Húsnæðismál
Vinnuhópurinn gerði stutta grein fyrir störfum sínum.
 
-2 Hvernig umsækjendur geta skipt milli landa.
Íslensk ættleiðing fylgist grannt með því hvernig embættisfærslur verða á því máli sem nú eru í vinnslu í stjórnkerfinu. Nauðsynlegt er að verklags- og vinnureglur verði ekki hindrandi fyrir einstaklinga.
 
Verðlagning Í.Æ. þarf að vera til samræmis við þann kostnað sem félagið ber af vinnu við að þjónusta fólk við að skipta um umsóknarland. Framkvæmdastjóra falið taka saman áætlun þar að lútandi og hafa til hliðsjónar reynslu í nágrannalöndunum.
 
-3 Námskeiðsmál
Í samtölum við sýlumann í Búðardal hefur komið fram að þrátt fyrir jákvæðan vilja sé reglugerð svo afgerandi að ekki sé hægt veita fólki forsamþykki gegn loforði um að sækja námskeið seinna.
 
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar bregst við þessum fréttum með ákvörðun um að halda námskeið strax á næstu vikum. Lágmarksþátttökufjöldi verður færður niður og kostnaður endurreiknaður til samræmis við það.
 
-4 Nepal
Verulega hefur þokast í málum okkar gagnvart Nepal. Við höfum fengið úthlutað frá Nepal jafn miklu svigrúmi og öðrum þjóðum sem eru að hefja samskipti við þjóðina að nýju. Gert er ráð fyrir að við getum sent út tíu umsóknir þetta árið. Framkvæmdastjóri telur að u.þ.b. tvær til þrjár þeirra geti verið frá einstæðum.
 
Pálma er falið að taka saman grunnupplýsingar fyrir fólk með áætlun um kostnað og annað sem vitað er á þessu stigi.

Svæði