Fréttir

Stjórnarfundur 25.2.2014

Stjórnarfundur 25.02.2014
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 26.febrúar 2014 kl. 20:00

Mættir:
Anna Katrín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elín Henriksen
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Hörður Svavarsson
Sigrún María Kristinsdóttir

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins.

Dagskrá:
1. Fundargerð seinustu funda
2. Aðalfundur 2014
3. Önnur mál

1. Fundargerð seinasta fundar
Lögð fyrir og samþykkt. Fundargerð vegna desember er frestað.

2. Aðalfundur 2014
Rætt um samþykktir vegna aðalfundar og farið yfir reglur, boðun könnuð og rætt um fundarstjórn. Kosið verður um þrjú stjórnarsæti til tveggja ára og eitt til eins árs. Framboðsfrestur til stjórnar rann út fyrir viku. Fjórir gáfu kost á sér til stjórnarsetu þau Elín Henriksen, Hörður Svavarsson, Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen og Sigrún María Kristinsdóttir. Fjöldi atkvæða mun ráða því hverjir verða kosnir til tveggja ára og hver til eins árs. Rætt var um drög að ársskýrslu og lögð voru fram drög að ársreikningi sem farið var yfir.

3. Önnur mál

  • Anna Katrín greindi frá símafundi með NAC (Nordic Adoption Council) þar sem rætt var skipulag og uppbygging Chairpersons Conference í Stokkhólmi í apríl næstkomandi
  • Framkvæmdastjóri lagði fram drög að fræðsluáætlun félagsins sem hann leggur til að verði hluti af starfsáætlun ÍÆ. Rætt. Frestað.
  • Sigrún María greindi frá tveimur kynningum sem hún hélt í grunnskólum í dag.
  • Formaður leggur til að Félagi fósturforeldra verði boðin fundaraðastaða hjá ÍÆ og framkvæmdastjóri leggur til að félagsmönnum þeirra verði einnig boðið á valda fræðslu. Samþykkt.
  • Rætt um kostnaðarhlutdeild NAC vegna væntanlegs ársfundar nú þegar fundartími NAC og Eurodopt hefur verið sameinaður.
  • Rætt um nýja húsnæðisaðstöðu. Framkvæmdastjóri, Ágúst og Sindri arkitektinn okkar áttu ánægjulegan fund í síðustu viku með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar sem unnið var að skilalýsingu, sem er grundvöllur leigusamnings. Teikningar voru samþykktar í bygginganefnd í dag. Afhending húsnæðis er nú áætluð með haustinu.

Fundergerð ritaði Hörður
Fundi slitið kl: 21:30


Svæði