Fréttir

Stjórnarfundur 28.09.1981

Mættir voru Guðrún Helga Sederholm, Soffía Kjaran og undirrituð.
Gengið frá fréttabréfi til félagsmanna þar sem og er boðaður aðalfundur 31.okt. næstkomandi í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum.
Borist hafði bréf frá mr. Johnson á Mauritius eyjum. Hann segir að fyrrnefndri 2 mán stúlku sé búið að ráðstafa annað, en það hafði reyndar komið fram í viðtali við hann í síma. Hann vill þó koma hingað til lands ásamt ritara sínum og kynnast hér fóki og aðstæðum ___ ættleiðinga barna hingað. Þessu verður ekki svarað strax þar sem hann er á leið í 1 1/2 mánaðar ferð til Ástralíu. Það þykir og mikil spurning hve æskilegt sé að eiga samskipti við þennan mann þar sem hingað til hefur margbrugðist það sem hann hefur sagt. Niðurstaðan verður væntanlega sú að ef hann býður áfram börn til ættleiðingar verði það lagt fyrir þá aðila sem eiga umsóknir úti hjá honum hvort þeir vilija ganga út í þetta uppá von og óvon hvort eitthvað skeður raunverulega í málinu.
Nú er búið að tilkynna um _ börn frá Djakarta í Indónesíu og er nú verið að leggja af stað til að nó í þriðja barnið. Þetta hefur því gengið mjög vel og langt framar vonum. Fórum við í gegnum þá lista af hjónum sem eru í sambandi við okkur___ þess hver raunveruleg röð þeirra væri og bjóða síðan í samfæmi við það heimilisfang konunar í Indónesíu.
Borist hafa svör frá tveimur konsúlúm við fyrirspurnarbréfi okkar sendu út í ágústlok. Eru þau frá Indlandi og Mexico og bæði mjög vinsamleg.


Svæði