Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 25.08.2005

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 25 ágúst.

Mættir: Ingibjörg, Gerður, Lísa, Arnþrúður og Helga. Guðrún starfsmaður sat fundinn.

Dagskrá fundarins:

1. Að halda hlutleysi okkar um “mat á umsækjendum”.
2. Fræðsluefni – bæklingar.
3. Skipulag funda næsta vetrar – drög.
4. Dagskrá skemmtinefndar.
5. Afrit af svarbréfi frá fræðslufulltrúum ÍÆ.
6. Önnur mál.

1. Að halda hlutleysi okkar um mat á umsækjendum. Rætt um umræður síðustu vikna um ættleiðingamál sem tilkomnar eru vegna fyrirhugaðs frumvarps um rétt samkynhneigðra til að ættleiða börn af erlendum uppruna. Stjórnarmenn eru sammála um að við verðum að halda hlutleysi okkar gagnvart umsækjendum. Við tökum ekki þátt í umræðu nema að við séum spurð og svörum þá einungis staðreyndum.
Við munum fylgjast vel með því hvað er að gerast í löndunum kringum okkur. Enn vitum við ekki um neitt land sem heimilar ættleiðingar til samkynhneigðra, Svíþjóð er t.d. í samstarfi við 26 lönd og ekkert þeirra heimilar ættleiðingar til samkynhneigðra.

2. Fræðsluefni – bæklingar. Komnir út bæklingarnir “Heilsufar ættleiddra barna” og “Undirbúningsnámskeið fyrir umsækjendur um ættleiðingu erlends barns”. Bæklingar þessir eru notaðir á undirbúningsnámskeiði fyrir foreldra. Fyrsti fræðslufundur samkvæmt nýju skipulagi er 2-3. september og 8. október. Ákveðið að hafa seinni part námskeiðsins einn dag. Kostnaður fyrir foreldra er 30 þúsund fyrir námskeiðið í heild. Næsta námskeið er áætlað í byrjun janúar og því næst í apríl/maí.

3.Skipulag funda næsta vetrar
Stjórnarfundur 29. september
Stjórnarfundur 27. október
Stjórnarfundur 24. nóvember
Stjórnarfundur 15. desember
Stjórnarfundur 26. janúar
Stjórnarfundur 23. febrúar
Aðalfundur 16. mars

Samþykkt, með fyrirvara um að bæta við fundum ef þurfa þykir.

4. Dagskrá skemmtinefndar.
Arnþrúður lagði fram dagskrá skemmtinefndar. Umræður eru í gangi um hátíðina sem fyrirhuguð er í október, ekkert ákveðið ennþá.

Dagskrá:
17. september kl.10:00-12:00 Laugardalur – andabrauð. Ömmur og afar eru hvött til að koma með.
12. nóvember 14:00-16:00 Foreldradagur í húsnæði KFUM&K.
3. desember kl. 10:00-12:00 Piparkökumálun í húsnæði KFUM&K
28. desember kl.16:00-18:00 Jólaball í húsnæði KFUM&K
14. janúar kl.10:00-12:00 Foreldramorgunn í húsnæði KFUM&K
11. febrúar kl. 14:0016:00 Foreldradagur í húsnæði KFUM&K
11. mars kl. 10:00-12:00 Laugardalur - andabrauð
8. apríl kl. 10:00-12:00 Foreldramorgunn í húsnæði KFUM&K
Grill í júní
7.-9. júlí – Útilega ÍÆ í Iðufelli, Laugarási.

5. Tekið fyrir bréf frá félagsmanni. Bréf barst frá konu sem er óánægð með form fræðslufunda, að þeir skuli vera í tvennu lagi. Hún telur þetta henta illa fyrir fólk á landsbyggðinni. Ingibjörg las upp svarbréf frá fræðslufulltrúum ÍÆ þar sem þær gera grein fyrir þeim faglegu rökum sem liggja á bak við þá ákvörðun að hafa námskeiðið í tvennu lagi. Stjórnarmenn sammála efni bréfsins og verður það sent.

6. Önnur mál.
Leikskólabæklingur er væntanlegur fljótlega. Hann er að fara í ljósritun og frágang.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Helga Gísladóttir, fundaritari.


Svæði