Fréttir

Ættleiðing og upprunaleit

Mjög áhugavert erindi.
Mjög áhugavert erindi.

Brynja M. Dan Gunnarsdóttir heldur erindi um hvernig er að vera ættleidd á Ísland og upprunaleit.  Hún er 31 ára móðir, verkfræði-menntuð og markaðsstjóri hjá s4s.  Hún hefur áhuga á að miðla reynslu sinni á því að vera ættleidd og af upprunaleit sl. sumar.

Fyrirlestur Brynju fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 27. október 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. 

Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn. 

Skráning

Skráning til að fylgjast með á netinu

 


Svæði