Fréttir

Fræðsla fyrir aðstandendur ættleiddra barna og foreldra þeirra

Fræðsla fyrir aðstandendur foreldra ættleiddra barna er tveggja tíma námskeið um mikilvæga þætti ættleiðinga.  Aðstandendur eru oftast ekki samstíga viðkomandi einstaklingi eða pari í undirbúningsferli ættleiðingarinnar en fylgjast oft með á hliðarlínunni.  Á námskeiðinu er farið yfir upplýsingar um barnið, uppvaxtarskilyrði þess, möguleg tengslarof og almenna heilsu þess.  Fjallað er um almenn viðbrögð barnsins við upprunaaðstæðum sínum og ættleiðingunni sjálfri s.s. streitu, álagi, sorg og áfallastreituröskun og leiðum hinna fullorðnu til að átta sig á viðbrögðunum og að mæta þeim. Farið er í mikilvægi og eðli tengsla og hverjar kjöraðstæður þeirra eru. Lögð er áhersla á stuðning, virðingu, skilning og þolinmæði aðstandenda gagnvart nýjum fjölskyldumeðlim og foreldrum hans. Að lokum er hugað að líðan foreldra og leiðum fyrir þá til að rækta sig sem sem einstaklinga, par eða foreldra.  


Svæði