Fréttir

Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur.

Fyrirlestur 19. nóvember 2014.
Fyrirlestur 19. nóvember 2014.

Fyrirlesari er Snjólaug Elín Sigurðardóttir. Hún er leikskólakennari í grunni, með BA í sænsku og ensku og MA frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með sérstakri áherslu á fræðslustarf og stjórnun. Auk þess nam hún TBRI® við TCU háskólann í Bandaríkjunum, sem er úrræði sérsniðið að þörfum ættleiddra barna og annarra barna með erfiða fortíð. 

Í fyrirlestrinum mun Snjólaug Elín fjalla um rannsókn sína „Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur“. Markmiðið með gerð hennar var að skoða reynslu og upplifun foreldra af því að ættleiða barn frá útlöndum og var áhersla lögð á að skoða sambandið milli undirbúningsfræðslu, eftirfylgdar og stuðnings í kjölfar ættleiðingar og líðan fjölskyldna. 

Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 19. nóvember, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn. 

 


Svæði