Fréttir

Skólaaðlögun ættleiddra barna

Næsta fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar verður Laugardaginn 5.maí klukkan 10.30 - 12.00.
Þá mun Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, með MA í sérkennslu halda erindi sem heitir "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar."

Erindið verður haldið í húsnæði Orange í Ármúla 4-6, 108 Reykjavík. 

Erindi þetta ætti að höfða til flestra, ef ekki allra félagsmanna þar sem að annað hvort á fólk barn á skólaaldri eða mun eignast barn á skólaaldri. VIð minnum einnig á að erindi okkar eru öllum opin og fólki er velkomið að benda skólum/kennurum barna sinna á þetta erindi. Sem áður er erindið frítt fyrir félagsmenn, fyrir aðra kostar 1000 krónur.

* Unnið er að því að finna lausn á því að senda erindið út á netinu, takist það verður send tilkynning þess efnis og boðið upp á skráningu. Sem stendur er aðeins skráning fyrir þá sem komast á staðinn. 


Svæði