Fréttir

TENGSL OG ÁFÖLL

Mjög áhugaverður og spennandi fyrirlestur.
Mjög áhugaverður og spennandi fyrirlestur.

Fyrirlesari er Helgi Jónsson geðlæknir.  Eftir sérnám í Danmörku þar sem hann lagði áherslu á samtalsmeðferð, starfaði hann á geðdeild LSH um skeið á göngu- og hópmeðferðardeildum.  Frá 2007 hefur hann eingöngu starfað á eigin stofu og þjónustað Janus endurhæfingu og Þraut ehf með ráðgjöf og meðferð geðsjúkra.

Í erindinu mun hann fjalla um mikilvægi góðra tengsla og aðbúnaðar í uppvextinum og áhrif þess á mótun einstaklingsins og heilsu hans í framtíðinni.  

 Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, fimmtudaginn 26. nóvember. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. 

Skráning á fræðsluna 

Skráning ef þú vilt fylgjast með á netinu 

Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.  

 


Svæði